06.07.2008 17:25

Thomsensbíllinn brunar um Bakkann


Fyrsti bíllinn á Íslandi var kenndur við Ditlev Thomsen, kaupmann og konsúl  kom til landsins 1904. Bíllinn var árg.1900 og lélegt eintak af gerðinni Cudell að mönnum fannst og gerði ekki mikla lukku fyrr en nú þegar bílinn rúntar um Bakkann  með farþega í annað sinn í boði eiganda bílsins Sverris Andressonar  og Gallerí Gónhóls. Fyrra skiptið sem Thomsen bíllinn kom á Bakkann var fyrir rúmum 100 árum síðan. En það mátti líka sjá Gamliford á rúntinum og ýmsar drossíur af eldri kynslóðinni aka um götur þorpsins og var engu líkara en að Bakkinn hafi færst allmarga áratugi aftur í tímann.

Flettingar í dag: 4353
Gestir í dag: 265
Flettingar í gær: 6952
Gestir í gær: 162
Samtals flettingar: 447855
Samtals gestir: 46240
Tölur uppfærðar: 23.5.2025 20:12:57