11.03.2008 22:05
Búðarstígur 1962
Búðarstígur á Eyrarbakka sumar og vetur 1962. Kirkjan bárujárnsklædd,björt og fögur.Vindhaninn (Járnblómið) trónir enn á turninum. Þá var sjónvarpið ekki komið og því engin loftnet á húsþökum. Raflínur í loftinu á milli tréstaura og lítil götulýsing. Ekkert malbik.
Umferð bíla fátíð,en í skúrnum lengst til hægri á efri myndinni var geymdur T-ford pallbíll með tréhúsi en hann átti Gunnar í Gistihúsinu. Fremst á efri mynd glittir í tvo stráka við Búðarstíg 4 og eru það líklega Óli og Haraldur Jónssynir.
Það var líka snjór á Bakkanum veturinn 1962