02.03.2008 13:38

Fuglinn í fjörunni

Nú er að lifna yfir fjörunni og fuglunum fjölgar ört. Komnar eru álftir, æðarfuglar og máfar, einkum eru það hópar sílamáfa og bendir það til þess að loðna sé skamt undan, enda var loðnuskip að lóða alveg upp í fjörusteinum í morgun.

Snjókoma og skafrenningur í dag og dálítið frost. Lítið brim um þessar mundir.

Flettingar í dag: 206
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 1863
Gestir í gær: 241
Samtals flettingar: 381150
Samtals gestir: 43190
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 00:07:28