02.03.2008 12:42

Febrúar í fönn.

Í byrjun febrúar sást sól í heiði á sjálfa kyndilmessu og samkvæmt gamalli spávísu benti það til þess að vænta mátti mikilla snjóa, og sú varð raunin. Febrúar var nefnilega kaldur og snjóasamur. Þann 8 gekk óveður yfir með blindhríð eldingum og skafrenningi. Á skálafelli fór vindhraðinn í amk. 53 m/s og undir Hafnarfjalli 62 m/s eða þar til vindmælirinn gaf upp öndina. Í kjölfarið fylgdi mesta brim sem gert hefur á Bakkanum í vetur. Brim hefur svo verið viðvarandi allflesta daga í febrúar og hlaðið upp íshröngli úr Ölfusá.

Um miðjan mánuðinn hlýnaði með súldarviðri og rigningum svo vatn jókst mikið í tjörnum og dælum. Svo tók að frjósa og þann 25 náði frostið upp í -15°C á Bakkanum. Undir lok mánaðarins tók svo snjókoman við á nýjan leik. Úrkoma í febr. mældist 166 mm
 

Flettingar í dag: 3951
Gestir í dag: 249
Flettingar í gær: 6952
Gestir í gær: 162
Samtals flettingar: 447453
Samtals gestir: 46224
Tölur uppfærðar: 23.5.2025 17:40:54