11.02.2008 13:04
Snjórinn farinn og bjartsýni ríkir.
Það má heita orðið snjólaust á Bakkanum og aðeins stöku skafl sem lifir.
Það er óhætt að segja að Bakkinn dafni og fólki fjölgar, því á Eyrarbakka teljast nú 608 búandi. Nú stendur til að hefja framkvæmdir við stækkun Sólvalla. Dvalarheimilið Sólvellir var tekið í notkun 1.nóv.1987 fyrir forgöngu samtaka áhugamanna á Eyrarbakka um dvalarheimili, en sporgöngumaður þessara samtaka var Ási Markús Þórðarson. Gömul fiskvinnsluhús fá ný hlutverk, ný hús rísa og þau eldri fá andlitslyftingu og tækifærin liggja víða eins og frækorn sem bíður vorsins.
Nú eru uppi hugmyndir hjá athafnamönnum á Bakkanum um að taka upp gamla Bakk-öls þráðinn hans Sigurðar Þórarinssonar sem hugðist koma ölgerðarstofu á fót á Bakkanum árið 1927 en þá sögu má lesa á http://www.eyrarbakki.is/Um-Eyrarbakka/Frodleikskorn