20.11.2007 19:39
Flóinn skelfur
Jarðskjálftahrina gengur nú yfir við Þorlákshöfn og Selfoss.Stæðsti kippurinn fannst vel á Bakkanum og var hann eins og þungt högg sem kom á húsið en ekki það mikill að hlutir færðust úr stað.
Sjá töflu Veðurstofunar
Það rifjast e.t.v. upp hjá mörgum tilfinningin þegar sá stóri kom á þjóðhátíðardaginn 17.júní árið 2000 sem var það öflugur að Þegar skjálftinn náði hámarki var orðið tæpt að fólk gat staðið í lappirnar. Eða sá sem kom stuttu eftir miðnættið þann 21. júní sama ár og var ekki síðri en þjóðhátíðarskjálftinn eða um 6,5 á righter. það er kanski tilviljun að þegar skjálftarnir riðu yfir var veður mjög stillt rétt eins og nú. Þessir skjálftar tilheyra svokölluðum Suðurlandsskjálftum og einn öflugasti af þeirri gerð reið yfir árið 1912.
Fróðleikur um Suðurlandsskjálfta
Jarðskjálftar -viðbrögð