31.10.2007 12:36

Allur snjór farinn.

Allur snjór er nú horfinn úr Flóanum eftir úrhellis rigningu í gærkvöldi. Flestum (88%) þótti liðið sumar hið allra besta í manna minnum samkv. skoðanakönnun. Íslendingar voru líka á útopnu að eyða sumrinu og peningum í ferðalög, nýja bíla, glæsihús, hjólhýsi og bókstaflega keyptu allt sem mögulegt var að kaupa, meira að segja lopapeysur á alla fjölskylduna, hundinn og köttinn. Ég sá að útlendingarnir hristu bara hausinn!


Veðurlýsingin á Bakkanum var þannig í hádeginu: Eyrarbakki NNV 6 m/s Skýjað Skyggni 18 km Dálítill sjór . 2,6°C 1000,1 hPa og stígandi loftvog.

Flettingar í dag: 678
Gestir í dag: 187
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 260968
Samtals gestir: 33814
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:18:00