16.10.2007 14:30
Sjógarðurinn stenst vel tímans tönn.
Á árunum 1990-1997 var gerður voldugur sjóvarnargarður framan við hina fornu sjógarða á Eyrarbakka og eru nú 10 ár liðin frá því að þessum áfanga var lokið. Árið 1999 var sjóvörnin svo framlengd austur fyrir barnaskólann og sjóvörn gerð fyrir Gamla-Hrauni. Ekki verður annað séð en að garður þessi hafi staðið sig með mestu prýði þó ekki hafi enn reint verulega á hann af völdum stórsjóa. Garðurinn veitir þorpinu einnig gott skjól fyrir svalri hafgolunni á sumrin og söltu særoki vetrarins. Fyrstu sjóvarnargarðarnir voru hlaðnir um 1788 og eftir svokallað Stóraflóð árið 1799 en skipulögð sjógarðshleðsla meðfram allri byggðinni hófst í kringum1830
Meira: