11.10.2007 23:24
Margt býr í þokunni
Í morgun lá dularfull þokan dökk og dimm yfir Flóanum svo vart sá á milli húsa.Veðurspár höfðu gert ráð fyrir góðum degi með sól og blíðu hér sunnan heiða sem þó ekkert varð af því þokan þvöl læddist inn af hafi og þvældist upp í sveitir þögul og þung á brún eins og illur fyrirboði um hverfuleika heimsinns.
Um síðir létti þokunni,en þá dró að bliku (einnig í pólitíkinni) með regni eins og það sé ekki komið nóg af þessum sudda! og nú er beðið enn eins stormsinns sem veðurstofan hefur verið að vara við í dag. Þetta fer nú að verða ansi leiðinlegt.
Skrifað af oka
Flettingar í dag: 1296
Gestir í dag: 247
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 261586
Samtals gestir: 33874
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 21:00:07