22.09.2007 20:30

Beðið eftir storminum

Það var strekkingsvindur af NA á Bakkanum í dag og stormur á miðunum.

Úti fyrir ströndinni við Ölfusárósa liggur þessi fraktari fyrir akkerum og gæti verið að bíða af sér óveðrið suður af landinu.

Í Vestmannaeyjum hafa vinhviður farið upp í 38m/s þó veðrið hér sé skaplegra eða allt að 19 m/s í hviðum.

Eins og sést á myndinni þá er brimlaust á Bakkanum í dag.

Flettingar í dag: 5056
Gestir í dag: 276
Flettingar í gær: 6952
Gestir í gær: 162
Samtals flettingar: 448557
Samtals gestir: 46251
Tölur uppfærðar: 23.5.2025 21:39:08