21.09.2007 15:57
Blíðu veður á Bakka.
það var ekki svona gott veður 21.september árið 1865, en þá olli stórflóð miklu tjóni á fiskiskipum og sjógarðshleðslum á Bakkanum.
Undanfarið hefur verið rigningartíð Sunnanlands en þrátt fyrir það hefur lítið vatn safnast í Hópið framan við Steinskotsbæina. Hópið er reyndar gamalt sjávarlón sem lokaðist af þegar sjórinn hlóð upp malarkambi fyrir framan það endur fyrir löngu. Síðan rann lítil á úr því til sjávar þegar hópið hafði nóg aðrensli ofan af mýrunum, en í dag er þarna aðeins smá pollur.