12.09.2007 22:21

Met úrkoma?

Úrkoman sem féll á síðustu 24 klst var 75 mm samkvæmt vef veðurstofunar og telst líklega sólahringsmet fyrir þennan dag mánaðarins. Það næstmesta sem rignt hefur á Bakkanum að því er ég kemst næst var 14. nóv.1961 þegar mældist 100,5 mm á sólarhring en mesta úrkoma var mæld 6.janúar 1947 107,5mm

Á Selfossi flæddi vatn upp úr niðurföllum í kjöllurum þegar ræsi höfðu ekki lengur undan og voru slökkvuliðsmenn við dælurnar. Markaskurðurinn milli hinna fornu hreppa Eyrarbakka og Sandvíkur var svo orðinn barmafullur af vatni undir kvöld.

Flettingar í dag: 2210
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 1863
Gestir í gær: 241
Samtals flettingar: 383154
Samtals gestir: 43214
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 13:59:33