10.09.2007 12:03

Þeir sem eiga rigninguna verða ríkir í dag!

Landið bláa hefur nú skipt litum og allt er orðið grátt, því í dag er það lárétt rigningin og súldin sem ræður ríkjum sem við Sunnlendingar erum ekki alls óvanir og þó því sumarið fór okkur mildum höndum. En nú er komið haustið með vætutíð og vosbúð þeim sem úti hýrast en gleði þeim sem vatnabúskapinn yrkja og virkja og verðmæti þeirra fellur af himnum í dropatali. Þeir sem telja sig eiga rigninguna verða ríkir í dag, en það er nú einhvernvegin þannig orðið um það sem goðin gáfu þessum heimi.

Flettingar í dag: 1780
Gestir í dag: 255
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 262070
Samtals gestir: 33882
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 21:42:12