29.07.2007 20:09
Seinni hálfleikur
Nú er sumarið hálfnað (miðsumar samkv. gömlu tímatali) og veðrið skiptir um tóntegund. Veðurfræðingar spá nú rigningu á þessum slóðum alla næstu viku og eru það umskipti frá þurkum og blíðviðri í næstum tvo mánuði.
Veðurfarið í Evrópu hefur verið með undarlegasta móti það sem af er sumri með rigningum og flóðum á Bretlandseyjum en sjóðandi hitabylgjum sunnar í álfunni. Hér á Fróni höfum við hinsvegar notið einstakrar sumarblíðu og veðursældar allt frá júní byrjun og þurkum svo miklum að elstu menn muna ekki annað eins. En nú er von á vætu sem mögum þætti kærkomin og ætti þá ekki að vera þörf á að skamta vatnið lengur hjá henni Árborgu.