04.07.2007 18:19
þrumur og eldingar
Mikið gekk á á Suðvesturlandi seinnipartinn i dag um 3 leitið þegar kváðu við þrumur og eldingar sem stóðu yfir í um klukkustund og má segja að Grímsnesið og Flóinn hafi logað stafnana á milli. Hávaðinn var mikill og minnti óneitanlega á slík veður í útlandinu,en mun sjaldgæfari er þessi sjón á þessum slóðum. Í kjölfarið fylgdu svo hitaskúrir.
Annars var veðrið gott hér um slóðir,hæg suðvestanátt og hitinn mest rúm 16°C og sólarglæta öðru hvoru.
Brimið er nú í fríi næstu vikur og verður því lítið vakað yfir veðrum og brimi á næstunni,enda allt með rólegasta móti á þessum vígstöðvum nú um stundir.