21.05.2007 09:47
Skelfilegt hretviðri.
Fjöllin voru hvít í morgun og kuldi í lofti.Á Eyrarbakka var 4° hiti kl 8 í morgun en aðeins 1°C, slydda og krapi á vegum tæpum þrem kílómetrum fyrir ofan þorpið. Á Hellisheiði var 0°C og á Hveravöllum var 1 stiga frost.
Þetta kalda loft er upprunnið ofan úr háloftunum yfir Grænlandsjökli og berst með öflugri lægð sem ruddist yfir jökulinn í gær og er nú stödd á Grænlandssundi.
Í fyrravor 22 apríl var einnig kalt í veðri en þó ekki snjór eins og nú.en í byrjun maí mánaðar í fyrra komst hitinn hæðst í 20°C ,en það sem er af þessum mánuði nú hefur hitinn vart farið hærra en 12°C á Eyrarbakka og finnst mörgum vorið nú vera kalt.
Sterkt og víðáttumikið háþrýstisvæði yfir Azoreyjum spilar stóra rullu í þessu veðurfari hér á norðurslóðum þessa dagana.
Vorskipsleiðangur fékk gott veður!
Það var margt um manninn á Bakkanum um helgina enda var veðrið gott,bæði föstudag og laugardag en dálítið ringdi síðdegis á sunnudeginum og má segja að veðurspá Brimsins hafi gengið nákvæmlega eftir.
Fjölbreytt dagskrá með handverki, söng og sýningum á gömlum ljósmyndum og handverki auk markaðstorgs og veitingum stóð fólki til boða á hátíðinni. Á Rauða naflanum héldu Swing bræður uppi fjörinu og krambúð var í verslun Guðlaugs Pálssonar og markaðstog var sett upp á Bakkahlöðum (Frystihúsi).Einnig var mikið um að vera á Stokkseyri þar sem hluti hátíðarinnar fór fram. Það er mál manna að vel hafi tekist til og ljóst að saga þorpanna eru þeirra helstu menningarverðmæti sem sjálfsagt er að virkja með þessum hætti sem Friðrik Erlingsson hefur haft forgöngu fyrir.