15.05.2007 09:02

Krían komin á Bakkann.

mynd.mbl.Krían er einn af þekktari fuglum landsins og snemma í morgun sáust nokkrar kríur á flugi yfir Eyrarbakka og eru nú farnar að helga sér varpstöðvar. Hefur hún þá lagt að baki langt og strangt flug, jafnvel alveg frá Suðurheimsskautinu. Krían verpir tveim til þrem eggjum í efnislítið hreiður sem ekki er oft meira en smá dæld. Eggin eru brúnleit með dökkum dílum. Kríur verpa í stórum hópum (kríuvörpum) og þeir sem leggja leið sína um þau á varptíma eiga oft fótum sínum fjör að launa því að krían er þekkt fyrir að sækja hart og óvægið að þeim sem gera sig líklegan til að ógna hreiðri hennar. Lætur hún sig ekki muna um að gogga hressilega í höfuð fólks. Krían lifir aðalega á því sem er að hafa í sjó eða vatni, þá mest á sílum en einnig skordýrum. Illa hefur horft með sandsílisstofnin undanfarin tvö ár sem er aðalfæða kríunar en líkur eru á að sandsílið hafi nú náð sér á strik og því minni líkur á að varp kríunar misfarist eins og í fyrra.

Krían yfirgefur síðan landið á haustin og heldur þá aftur af stað suður á bóginn, allt til suðurskautsins.

Flettingar í dag: 1780
Gestir í dag: 255
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 262070
Samtals gestir: 33882
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 21:42:12