14.05.2007 12:00

Fíflavandinn ógurlegi!

Nú þegar maísólin skín á þessum fallega degi sprettur upp eitt vandamál sem heitir Túnfífill (Taraxacum spp.) Hann er mjög algengur um allt land, bæði í túnum, úthaga og til fjalla,en ekki síður í görðum Eyrbekkinga. Þar er þessi planta ekki velkominn gestur,því hún fjölgar sér ört og fer illa með blettinn. Eftir blómgun(Flugur bera frjókorn frá frævlunum á frævurnar og fræ myndast) lokar fífillinn blómakörfunni um hríð, en opnar hana svo aftur þegar fræin eru fullþroskuð, og heitir þá biðukolla. Hún nýtir þá vindinn til að dreifa sér yfir á næstu lóðir í nágreninu.

Það færist í vöxt að menn hafi ofnæmi fyrir frjókornum þessarar plöntu. Frjókornaofnæmi er eitt algengasta ofnæmið sem kemur fram í nefi og augum. Margir þjást af ítrekuðu kvefi á hverju sumri áður en þeir átta sig á því að um frjókornaofnæmi er að ræða. Eitt helsta einkenni frjókornaofnæmis og það margir finna fyrst fyrir, er kláði í augum. Aðeins örfá frjókorn í loftinu geta framkallað augnkláða. Augun verða rauðsprengd og það rennur úr þeim. Fyrstu einkenni frá nefi eru síendurteknir hnerrar. Önnur einkenni sem miklum óþægindum valda er kláði í nefinu. Versti tíminn er maí og júní þegar loftið er þurt.

Baráttan við þetta illgresi getur verið endalaus,þó til séu ýmis verkfæri og eitur til að stemma stigu við fíflinum, þá er hún er lúmsk og kann fyrir sér ýmsa klæki til að komast af.

Hvenær kemur krían?
Venjulega hefur krían komið á Bakkan á bilinu 14-16 maí svo nú er bara að vera á verði og athuga hver verður fyrstur til að sjá kríuna.Í fyrra kom hún þann 16.

Flettingar í dag: 2163
Gestir í dag: 191
Flettingar í gær: 489
Gestir í gær: 178
Samtals flettingar: 266490
Samtals gestir: 34328
Tölur uppfærðar: 24.11.2024 11:10:52