06.05.2007 22:25

Skuldahalar fjúka út í veður og vind!

Mynd:mbl.isNú er sumaraið komið! Það má marka af því að verstöðvarnar á Eyrarbakka eru óðum að tæmast af ófáum hjólýsum og öðrum skuldahölum sem Eyrbekkingar hafa geymt fyrir höfuðborgarbúa og annað ferðaglatt fólk yfir veturinn.

Um leið og sólin gægist fram úr skýjunum fyllast þjóðvegirnir af þessum hvítu flykkjum aftan í fjallajeppum malbiksfólksins, öðrum ökumönnum til mikillar armæðu. En fyrr en varir kemur vindhviða eins og oft er hér á Fróni og allur húsakosturinn þeytist út fyrir veg. Þannig fóru margir skuldahalar fyrir lítið síðasta sumar og nú heyrum við í fréttum (www.mbl.is ) að fyrstu hjólhýsin á þessu sumri sem er rétt að byrja hafi orðið íslenskri veðráttu að bráð. Það er ljóst að Íslendingar þurfa að hafa vel fyrir snobbinu!

Flettingar í dag: 322
Gestir í dag: 59
Flettingar í gær: 755
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 156094
Samtals gestir: 18433
Tölur uppfærðar: 10.6.2023 12:33:07