20.04.2007 00:27
Spáð í sumarið.
Það fraus um allt land aðfararnótt Sumardagsinns fyrsta og var frostið frá -1 til -10°C. Á Eyrarbakka fór frostið hæðst í -6,6°C milli 4 og 5 um nóttina og vonandi veit það á gott sumar. Sumardagurinn fyrsti var bjartur og fagur á Bakkanum en fremur kallt framan af degi. Síðdegis var hitinn kominn í 7 °C og var það heitasta mælingin á landinu í dag.
Framundan er hinsvegar vætutíð og má búast við að svo verði meðan hæðir liggja yfir meginlandi Evrópu og beina regnlægðum á norðurslóðir, en vonandi fáum við sterka hæð yfir Grænland innan tíðar sem gæti forðað okkur frá rigningasumri.
Breskir veðurfræðingar hafa hinsvegar verið að spá allt að 8 hitabylgjum í V-evrópu og gera ráð fyrir að mörg eldri hitamet verði slegin á Bretlandseyjum á komandi sumri,en það táknar að það verði oftar hæðasvæði yfir Evrópu en venjulega og veldur því að úrkomusvæði munu fremur leggja leið sína norður á bóginn. Þannig má gera úr því skóna að sumarið á Íslandi verði nokkuð áþekkt síðasta sumri.