18.04.2007 12:55

Síðasti vetrardagur og þjóðtrúin.

Sú þjóðtrú lifir enn þann dag í dag að það viti á gott sumar ef sumar og vetur frjósa saman, það er að frost sé aðfaranótt sumardagsins fyrsta. Á sumardaginn fyrsta verða kærkomin tímamót á Íslandi. Veturinn er liðinn og við tekur sumar með björtum nóttum og vonandi yl og hlýju. Á sumardaginn fyrsta hefst harpa, fyrsti mánuður sumars, en í gamla daga hétu sumarmánuðurnir harpa, skerpla, sólmánuður, heyannir, tvímánuður og haustmánuður. Sumardagurinn fyrsti er líka kallaður yngismeyjadagur. Stelpurnar eiga þennan dag að renna hýru auga til piltanna og reyna að vekja athygli þeirra á sér.

Nú eru talsverðar líkur á að vetur og sumar frjósi saman og þá er bara að sjá hvort sumarið verði samkvæmt þjóðtrúnni. Svo óska ég brimvinum gleðilegs sumars og takk fyrir allar heimsóknirnar á síðuna í vetur!

Flettingar í dag: 573
Gestir í dag: 171
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 260863
Samtals gestir: 33798
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 19:57:00