27.03.2007 20:40

Lóan kom með vorið.

Nú er vorið komið á Eyrarbakka og er spáin góð fyrir morgundagin. Það má búast við sól og björtu veðri og er því tilvalið að skoða fuglanna í fjörunni. Farfuglarnir eru óðum að fylkjast að þessa dagana.

Í muggunni í dag mátti sjá nýkomna Tjalda spóka sig undir Bakkahlöðum og létu ekki smá él aftra sér í ætisleit enda víst að sársvangir séu eftir langt flug.
mbl.is/Jóhann Óli Hilmarsson


Vorboðinn ljúfi sást líka,en það var Jóhann Óli Hilmarsson sem náði þessari mynd af henni. En auk Lóu og Tjalds mátti sjá sendlingahópa á vappi svo og allmarga máfategundir. Nú bíða sennilega flestir fuglaskoðarar spentir eftir að fyrsti Spóinn og Hrossagaukurinn gefi sig fram
.
Tjaldur
Flettingar í dag: 573
Gestir í dag: 171
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 260863
Samtals gestir: 33798
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 19:57:00