24.03.2007 11:11

Lífæð brestur.

Á dögunum brast hitaveitulögn sú sem liggur frá Laugardælum um "Sandvíkurhrepp" og niður á strönd og sér íbúum svæðisinns fyrir heitu vatni til húshitunar. Þessi æð var lögð fyrir tæpum 30 árum og er að öllum líkindum komin til ára sinna. Í upphafi var talað um að endingartími leiðslunnar væri að hámarki 30 ár vegna tæringar. Sl.fimtudag hófu Selfossveitur viðgerð á leiðslunni sem tók um dagstund, en daginn eftir þá mátti sjá gufu læðast upp úr jarðveginum á öðrum stað í "Sandvíkurhreppi" og líklega er þessi pípa að verða sem gatasigti. 

Veðrið:
Hvasst var á Bakkanum í morgun, talsverð rigning og brim.

Flettingar í dag: 1296
Gestir í dag: 247
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 261586
Samtals gestir: 33874
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 21:00:07