09.03.2007 10:31

Brim á bakkanum

Veðrið á Eyrarbakka kl.09:00 frá veðurstofu Íslands var svo hljóðandi: A 8 m/s Úrkoma í grennd Skyggni 11 km Dálítill sjór hiti 1,0°C.
Hálka og krap var á Eyrarbakkavegi í morgun.

Annars var veðrið á landinu kl. 6 : norðaustlæg átt, 8-15 m/s og slydda eða snjókoma á norðanverðu landinu, en hæg suðlæg átt og stöku skúrir eða slydduél sunnan til. Svalast var eins stigs frost inn til landsins, en hlýjast 6 stiga hiti á Austfjörðum

Veðurspár hafa verið gjarnar á að fara í vaskinn undanfarinn sólarhring, en ástæðan er að tvær lægðir takast á um að stjórna veðrinu, önnur fyrir norðan land en hin fyrir sunnan.

Mælingadufl siglingastofnunar suður af Eyjum mældi 9 m ölduhæð um kl 10 í morgun og gerir stofnunin ráð fyrir allt að 10 m ölduhæð í Eyrarbakkaflóa um hádegi sem táknar talsvert brim á Bakkanum.

PS. Núna kl. 14:51:14 er glæsilegt stórveltubrim á Bakkanum, en þoka kemur þó í veg fyrir að það sjáist sem best.

Flettingar í dag: 206
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 1863
Gestir í gær: 241
Samtals flettingar: 381150
Samtals gestir: 43190
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 00:07:28