22.01.2007 11:20

Íbúaöryggi!

Fyrir skömmu gerðist það í nágrana byggðalaginu vestan ósa um miðja nótt að misindisfólk, þjófar og brennuvargar gerðu innbrot og kveiktu í húsi einu þar í bæ á meðan íbúðareigandinn var í útróðri. Á meðan eldibrandur gekk um hús var fólk í fasta svefni í næstu íbúð og litlu mátti muna að þar færi illa.

 

Áræðanlegar heimildir hafa borist fyrir því að þessir víðsjárverðu menn sem lagana verðir hafa nú handsamað hafi haft undir höndum lista með nöfnum fólks og heimilisfangi þar sem til stóð að gera innbrot á meðan íbúðareigendur eru fjarverandi og hefur því mikil vá staðið fyrir dyrum hefði ekki svo vel gengið að handsama þessa glæpamenn sem nú vonandi fá dóm við hæfi.

 

En sú spurning vaknar hversu örugg erum við sem búum í hinum dreyfðu byggðum landsinns þar sem lögregan er jafn sjaldséð og hvítir hrafnar? Það er einmitt þetta ástand sem misindisfólk notfærir sér að næturþeli og slýku fólki virðist fara fjölgandi hér sunnan lands, líklega vegna aukins öryggiseftirlits á höfuðborgarsvæðinu.

 

Er þá nokkru eftir að bíða með að taka upp þá háttu hér sem skilar árangri með að halda glæpalýðnum frá og auka sem kostur er lögreglu og öryggiseftirlit með öllum tiltækum ráðum. Við hljótum að þurfa að fá öryggismyndavélar á mikilvægum stöðum eins og sýnt og sannast hafi í Reykjavík margsinnis að undanförnu. það þarf aureitis að taka upp nágranaeftirlit sem mögulegt er til að sporna við framgangi glæpagengja í byggðalögunum hér austan fjalls sem og annars staðar. Ef við viljum áfram búa við friðsæld í sveitinni þá eru ráðstafanir orðnar nauðsynlegar til að tryggja öryggi íbúanna.

 

 

Tíðin.

 

Helgarveðrið var fallegt og bjart, fönn yfir og kalt.

 

 

 

 

 

Flettingar í dag: 678
Gestir í dag: 187
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 260968
Samtals gestir: 33814
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:18:00