19.01.2007 11:51

Á Bóndadegi.

Veðráttan hér á Bakka er eins og um allt land um þessar mundir með norðan garra og kulda trekk. En eftir helgi horfir til breytinga á þessu jökulskeiði og megi  þá jöklar bráðna og ísa leysa því spáð er hlánandi og allt að því rigningu segja spámennirnir á veðurstofu okkar landsmanna.

 

 Utan úr heimi berast þær fregnir frá Germönum að allt sé þar nú í handaskolum vegna óvenju djúprar lægðar og mannskaðaveðurs sem þar gekk yfir í gær og setti allt úr skorðum þar í landi. Vindhraðinn í veðri þessu náði yfir 200 km/klst sem er svo gott sem fellibylsstyrkleiki. Nú eru veðurstúderar í Evrópu farnir að gefa stormlægðum nafn eins og gefið er fellibyljum og er það til mikkillar hagræðingar þegar menn tala um veðrið og mættu íslenskir veðurdellukallar koma sér upp svona nafnakerfi til hagsbóta við söguskýringar og umræðu um veðrið.Það mætti t.d. nota nöfn úr goðafræðinni til þess brúks og gæti gert veðurumræður mun skemtilegri.

Flettingar í dag: 4767
Gestir í dag: 270
Flettingar í gær: 6952
Gestir í gær: 162
Samtals flettingar: 448269
Samtals gestir: 46245
Tölur uppfærðar: 23.5.2025 20:55:32