08.01.2007 12:37

Halastjarna!

Dularfullt ljós á himni, hélt það væri háfleyg risaþota en þarna er á ferðinni halastjarnan  McNaught. Hægt er að sjá hana bjarta og skæra í suð austri snemma morguns. Það var ástralski stjörnufræðingurinn Robert McNaught sem uppgötvaði stjörnuna og er hún kennd við hann. Hann sá hana 7. ágúst í fyrra á mynd sem tekin var með stjörnusjónauka í Ástralíu. Þá var stjarnan of dauf til að sjást með berum augum, en síðan hefur braut hennar legið inn í sólkerfið og eftir því sem hún hefur nálgast sólina hefur hún orðið bjartari.

 

Elstu heimildir um halastjörnu er að finna í kínverskri bók frá 1057 f.Kr. Árið 66 e.Kr. skrifar sagnaritarinn Jósefus um halastjörnu sem hékk á himninum yfir Jerúsalem eins og glóandi sverð í heilt ár. Þúsund árum síðar, árið 1066, sáu normenn halastjörnu á himinum og töldu hana boða fall einhvers konungsdæmis.

 

Haldið þið nokkuð að bæjarstjórnin í Árborg sé  í fallhættu?

Í sögu jarðar kom oft fyrir að halastjörnur rákust á jörðina. Slíkir árekstrar léku stórt hlutverk í þróun jarðar, sér í lagi snemma í sögu hennar, fyrir milljörðum ára. Margir vísindamenn telja að vatnið á jörðinni og lífræn efnasambönd sem komu lífinu af stað hafi að hluta til komið frá halastjörnum. Þetta er ein helsta ástæðan fyrir því hve vísindamenn eru spenntir fyrir því að rannsaka halastjörnur. Af sömu ástæðu er líklegt að einhverskonar lífræn efnasambönd eða lífsform hafi tekið sér bólfestu á öðrum plánetum t.d. á Mars. Vísindamenn telja meira að segja að lífsform í míkró formi hafi þrifist á Mars fram til ársins 1976 þegar plánetan var heimsótt af  Víking farinu sem átti að finna jarðlíkar lífverur á Mars en gerðu ekki ráð fyrir að hugsanlega þrifist þar lífverur í míkró formi. Nú telja sumir vísindamenn eins og Dirk Schulze-Makuch prófisor við Washington State University að NASA hafi eitt öllu lífi á plánetuni Mars með því að senda þangað "Viking" geimfarið.


Nasa found life on Mars and killed it

 

Flettingar í dag: 573
Gestir í dag: 171
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 260863
Samtals gestir: 33798
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 19:57:00