04.10.2006 22:12

Íslendingar eru miklir veðurnaglar.

Umræður um veðrið skipa álíka mikinn sess í íslensku þjóðlífi og umræður um pólitík og er það sama hvort um er að ræða íbúa á Dalvík eða Eyrarbakka. Þó veðurglöggum mönnum hafi fækkað hin síðari ár þá hefur tæknin komið í þeirra stað til að segja fyrir um veðrið og jafnvel með margra daga fyrirvara. Svo spá menn í það hvort veðurspáinn hjá Sigga ? Storm sé líklegri til að ganga eftir fremur en veðurspár annara veðurfræðinga.

 

Svo eru þeir líka til sem eru ekki bara að spá í veturinn framundan,eða hvort gróðurhúsaáhrifin muni vara fram að jólum, heldur eru að spá í hvernig veðrið var fyrir 55 miljónum árum síðan.

 

Athyglisverð háskólagrein eftir Eyrbekkinginn Sigurjón Vídalin um fornaldar veðurfar má finna Hér en þar dregur hann saman hugsanlegar ástæður Ísalda og Gróðurhúsatímabila í jarðsögunni sem segir okkur að Ísöld gæti verið hinn eðlilegi status veðurfars á jörðinni en hlýnunartímabilin stafi m.a. af tímabundnum náttúrulífræðilegum orsökum sem síðan leiti jafnvægis á ný.

 

Flettingar í dag: 1591
Gestir í dag: 254
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 261881
Samtals gestir: 33881
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 21:21:11