12.09.2006 08:56

Fellibylurinn Florance

Á þessum degi er fellibylurinn Florance  á NNA leið með 30 km hraða en mun að líkindum auka hraðann á fimtudaginn þegar hann heldur út á Atlantshafið sem hitabeltisstormur.Gert er ráð fyrir að stormurinn muni berast austur á Írlandshaf en áhrifa hans má vænta síðar við suðurströnd Íslands með tilkomumiklu brimi.

 

Meðal vindhraði fellibylsins er nú um 140 km/klst eða 1. stigs fellibilur á Safír-Simpson skala en mun veikjast á næsta sólarhring.

 

Florance er víðáttumikill 974 mb fellibylur með 110 km radíus en áhrifa hanns gætir í 465 km fjarlægð.

 

Heimild: Alþjóða fellibyljamiðstöðin.

 

Flettingar í dag: 145
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 1475
Gestir í gær: 163
Samtals flettingar: 578613
Samtals gestir: 52776
Tölur uppfærðar: 30.8.2025 00:56:13