20.04.2006 12:03

Gleðilegt Sumar!

Vorið er komið og grundirnar gróa! Vorfuglarnir,Lóan,Spóinn,Tjaldurinn og allir hinir flykkjast til landsinns og um gamla þorpið ómar fuglasöngur frá morgni til kvölds! Ekki er að sjá að spörfuglarnir séu haldnir flensu þessa dagana þó annað megi segja um efnahagskerfi landsinns sem virðist hafa fengið skæða inflúensu með mikilli verðbólgu og háum hita! Bensínverð rýkur upp og allt á leiðinni til Helvítis!

Ástæðan er sögð sú að menn óttist að litli ljóti kallinn í Hvítahúsinu hafi tekið nýtt æðiskast og vilji bomba kjarnorkusprengjum á klerkana í Íran! Menn vita sem víst að  litli ljóti kallinn sé til alls vís!

Gleðilegt Sumar!

Flettingar í dag: 206
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 1863
Gestir í gær: 241
Samtals flettingar: 381150
Samtals gestir: 43190
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 00:07:28