20.01.2006 09:58
Verkstjóri, vélamaður, smiður og andi
Verkstjóri, vélamaður og smiður voru sendir í virkjunarvinnu fyrir austan um tveggja vikna skeið til að létta undir og flýta fyrir ákveðnum verkþætti. Í hádegsmat á miðvikudegi ákveða þeir að labba upp á Kárahnjúk sér til dægrastyttingar. Þegar þeir eru komnir hálfa leiðina upp, rekast þeir á lampa. Vélamaðurinn, sem nýlega hafði horft á Aladín og konungur þjófanna, nuddar lampann og sjá - andi birtist. "Venjulega veiti ég þrjár óskir, en þar sem þið eruð þrír fáið þið eina ósk hver" segir andinn. Smiðurinn var fyrstur og segir: "Ég vil eyða afgangi æfinnar í stóru húsi á Selfossi, með engar peningaáhyggjur og umkringdur fallegum konum sem dýrka mig og dá". Andinn uppfyllti óskina og smiðurinn hvarf með hvelli. "Ég vil eyða æfinni á snekkju við Stokkseyri, með engar peningaáhyggjur og umkrindur fallegum konum sem dýrka mig og dá" segir vélamaðurinn. Andinn sömuleiðis uppfyllir hans ósk og eins og vélamaðurinn hverfur hann með hvelli. "Og hvað villt þú" spyr andinn verkstjórann. "Ég vil að þeir verði báðir komnir aftur til vinnu ekki seinna en klukkan eitt", segir verkstjórinn.
frá:http://www.vh.is/