27.09.2005 21:52

Fellibylslægðir.

Í rúm 100 ár er kunnugt um nokkrar lægðir sem átt hafa upphaf sitt í fellibyljum hitabeltisins og valdið miklum skaða hérlendis. Eflaust muna margir enn eftir fárviðrinu 24.september 1973 sem olli gríðarlegu tjóni víða um land. Mjög mikil úrkoma fylgir lægðum af þessu tægi. Í einu slíku veðri sem gekk yfir landið 12.september árið 1906 mældist úrkoma í Reykjavík 47.2mm sem var nánast met.

 

Í veðrinu árið1906 var mikið eignatjón á Eyrarbakka og Stokkseyri eins og jafnan varð í fárviðrum af þessari gerð, en þá brotnuðu 13 skip á Eyrarbakka og 17 á Stokkseyri. Þök fuku af húsum og bændur misstu hey út í veður og vind.

 

Heimild Veðrið 1978.

Flettingar í dag: 678
Gestir í dag: 187
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 260968
Samtals gestir: 33814
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:18:00