Flokkur: Spaug

20.01.2015 01:29

Bergsteinn kraftaskáld

Bergsteinn blindi Þorvaldsson var kallaður kraftaskáld, og heldur en ekki þótti honum góður sopinn. Eitt sinn var það, að hann kom í búðina á Eyrarbakka og bað kaupmanninn að gefa sér í staupinu. Kaupmaður tók því fjarri, því að hann væri alveg brennivínslaus. Kvað hann andskotann mega eiga þann dropann, sem hann ætti eftir af brennivíni. Ekki lagði Bergsteinn mikinn trúnað á það og kvað vísu þessa við búðarborðið:

Eg krefst þess af þér,

sem kaupmaðurinn gaf þér,

þinn kölski og fjandi

í ámuna farðu óstjórnandi

og af henni sviptu hverju bandi.

Brá þá svo við, að braka tók heldur óþyrmilega í brennivínstunnu kaupmanns, svo að við var búið að bresta mundu af henni öll bönd. Þorði kaupmaður þá ekki annað en gefa Bergsteini neðan í því og varð feginn að sleppa, áður en verra yrði úr.

Sagt er, að þau yrðu æfilok flökkuskáldsins Bergsteins blinda, að hann kvæði sig sjálfur drukkinn í hel eftir boði annarra, og hafi hann þá verið æfa gamall. En með vissu vita menn það um endalykt Bergsteins, að hann dó á Eyrarbakka út úr drykkjuskap 17. júlí 1635, og þótti þá svo ískyggilegt um dauða hans, að hann fékk ekki kirkjuleg, heldur var hann grafinn utan kirkjugarðs á Stokkseyri. Getur Gísli biskup Oddsson þess í bréfabók sinni, að ekkja Bergsteins hafi "klagað sárlega" fyrir sér, að maður sinn lægi utan garðs, og hafi "séra Oddur Stephánsson helst gengist fyrir því, að hann skyldi ekki innan kirkjugarðs grafinn vera".

(Eftir Jóni Þorkelssyni)

29.06.2011 21:33

Refurinn slyngi

RebbiEinhverju sinni bar svo við þegar gangandi menn á leið til Eyrarbakka frá Þorlákshöfn fóru um Hafnarskeið, gengu fram á tófu þar á sandinum, spölkorn frá ferjustaðnum er þá var við lýði. Tófan virtist steindauð og sperrti allar lappir í loft upp. Einn þeirra tók tófuna og bar með sér út að ferju og hugðist  flá refinn er heim kæmi. Lét hann dýrið liggja upp í barka bátsins meðan róið var yfir ósinn. Þegar bátinn kenndi grunns í Nesi, spratt tófan á fætur og stökk í land og höfðu þeir sem til sáu ekki meira af henni að segja.

29.03.2011 23:36

Ei skal flana að fuglsins ráði

Jaðrakan (Limosa,limosa) Mynd: Wikimedia Commons.Markús gamli Á Hellum var eitt sinn að leita að vaði yfir Hraunsá, en brú var þá ekki komin þar yfir. Markús er á gangi meðfram árbakkanum þegar fugl kemur fljúgandi og segir: "Viddivi, viddivi". Markúsi heyrist fuglinn vera að spyrja hvort hann vilji yfir og segir því "já, já" við fuglinn. "Vaddútí, Vaddútí" sagði þá fuglinn og hlýddi Markús þessum boðum  refjalaust og óð út í ána. Markús sökk þegar upp að höku og varð bálreiður ófétis fuglinum fyrir að ginna sig í hyldjúpa ána og hellti yfir hann skömmum og svívirðingum. Segir þá fulinn "Vaddu voduj, vaddu votuj"? Ó já, víst var ég votur eins og þú sérð skömmin þín, sagði Markús og síst er þér að þakka að ég sé enn á lífi. "Viddudi, viddudi" sagði fuglinn. Já einmitt sagði Markús og tók til við að vinda föt sín, en á meðan flaug fulinn burt og sagði "ó, hæ, ó, hæ, ó, hæ".

 

Stríðnisfuglinn er "jarðrakan" en sagan er til í tveim útgáfum, Önnur eftir frásögn P. Nielsen en þessi í meginatriðum eftir Jóni Pálssyni í Austantórum.

 

07.03.2011 23:18

Einar í Útgörðum

Skreiðarlest á bakkanumEinar Loftsson í Útgörðum var fátækur maður. Einhverju sinni fór hann út á Bakka og teimdi sína einu bikkju og var hún með einhverjum baggaskjöttum á. Mætir þá honum maður nokkur og segir við hann. " Hún er ekki löng lestin þín Einar minn". "Onei" sagði Einar, "ég hermmdi ekki nema í þessa einu bikkju úr stóðinu mínu í morgun".

Heimild: Austantórur.

27.02.2011 21:30

Gletta

HúsiðPeter Nielsen í Húsinu hafði farið til danmerkur og dvalið þar einn veturinn. Þegar hann kom aftur heim um vorið spurði hann tíðinda af Bakkanum. "Jú, Guðmundur á Háeyri er genginn í Góðtemplararegluna" varð einhverjum að orði. Níelsen varð undrandi og setti hljóðan um stund, en segir svo: " Gudmundur på Háeyri bliver Templar" sat hann svo hugsi góða stund og velti þessu fyrir sér, en segir svo: "Ja, selvfølgelig, så han får bedre tid til at gennemføre deres mørke planer".

Guðmundur Ísleifsson kaupmaður á Háeyri var harður keppinautur í verslunarrekstri á Bakkanum í þeirri tíð.

Heimild: Austantórur.

24.02.2011 00:06

Búðargletta

Saga Eyrarbakka, VesturbúðEinhverju sinni kom Einar í Hallskoti í Bakkabúð, þá ungur að árum. Niels í búðinni afgreiddi hann og sagði um leið og hann leit í viðskiptabók móður hans, sem þá var orðin ekkja: "Din mor klarer sig godt, da din far døde!" - Ó, já sagði Einar hróðugur, hún mamma þarf ekki að sjá eftir því að hann pabbi dæji.

Heimild: Austantórur.

21.02.2011 23:01

Búðargletta

Mynd úr Sögu EyrarbakkaFilippus gamli á Stekkum var í erindum úti á Bakka. Hann mætir þar Lefolli kaupmanni á förnum vegi og kastar á hann kveðju og þeir talast við þó hvorugur skilji annan.

-"Komið þér sælir Lefolii minn, alltaf lifið þér" - "Lever jeg? Gud, lever jeg?" - "Hvað skrafið þér þá Lefoli minn, þarna í Danmörku?" - " Hu, jeg skraber ikke noget!" - " Er ekki stríð enn hjá ykkur þarna í Kaupmannahöfn?" (1871 milli Frakka og Þjóðverja) - "Ja, vi har strejke nok i handlen her!" - " Það veit ég, þetta bölvaða stríð alltaf ".


Heimild: Austantórur.
  • Spaug
  • 18.01.2011 00:31

    Hjónabandsglettur

    Einhverju sinni um aldamótin 1700 bar það til tíðinda á Eyrarbakka að kerling ein áttræð giftist tvítugum manni. Eftir að parið hafði eitt hveitibrauðsdögum sínum og reynt alvöru lífsinns í eitt ár, ákvað kerling að skila piltinum og sagði að hann væri ónýtur.

      (Grímsstaða annáll 1706)

    Haustið 1890 var nýr sýslumaður settur í Árnessýslu. Fyrsta málið sem hann tók til meðferðar var hjónaskilnaðarmál. Komu þau hjónin fyrsta morgun hans á Eyrarbakka, og áður en hann var kominn á fætur. Þau hjónin voru mjög ástúðleg hvort við annað, eins og nýtrúlofað par, og ávörpuðu hvort annað með elskan mín og ástin mín. Þegar sýslumaður ætlaði að reyna að tala um fyrir þeim, að slíta ekki sambúðinni, var ekki nærri því komandi. Þau voru búin að undirbúa alt, hvernig þau skyldu skifta börnunum og efnunum. Um það var hið besta samkomulag. Allar tilraunir sýslumannsinns til þess að fá þessi ástúðlegu hjón til að hætta við hjónabandsslit, voru árangurslausar með öllu. Þá hafði presturinn verið fenginn til að gera sátt, en það fór allt á sömu lund og fengu þau að endingu sinn langþráða hjónaskilnað.emoticon

     (Sigurður Briem: Minningar).

  • Spaug
  • 28.11.2010 23:43

    Ýkjusögur þorsteins í Simbakoti

    Þorsteinn í Simbakoti á Eyrarbakka (d. 1864) var lengi formaður í Þorlákshöfn. Hann hafði gaman að því að segja sögur af sér og þótti þá stundum heldur ýkinn. Ein sagan var þessi: "Einu sinni var ég að koma úr Skaftholtsréttum og var einn á ferð. En það hefur löngum þótt reimt á henni Murneyri. Þegar ég kom þangað, mætti ég manni og spurði hver þar færi. En það var steinhljóð, en hann tók ofan höfuðið og hristi framan í mig lungun" (ísl.sagnaþættir og þjóðsögur III).
     

     

    Önnur:- Þegar Þorsteinn var vinnumaður á Bjólu bjó ekkja á næsta bæ, sem átti ferhyrndan hrút, er var svo mikill að enginn teysti sér til að skera hann. Bauðst Þorsteinn að lokum til þess og fékk höfuð hans í skurðarlaun. Dugði ullin af höfðinu í þrenna sjóvettlinga.
     

     

    Ein önnur:- Þegar Jörundur hundadagakonungur var hér á landi kom eitt sinn skip að leita að honum. Voru þá æpt heróp um allan Eyrarbakka til þess að setja fram lóðsskipið. Þegar Þorsteinn kom út í skipið sá hann blámann bundinn þar í lestinni. Var hann svo stór og eftir því munnurinn, að þrjá menn þurfti til þess að moka grjónagrautnum upp í hann með skóflu.

    (Sagnagrunnur 2.0 beta)

    23.09.2010 00:45

    Sendu flöskupóst og báðu um olíu

    Einhverju sinni löngu fyrir tíma ritsímans bar svo við að olíulaust var í Vestmannaeyjum, en í þá tíð var steinolía notuð til lýsingar. Var þá brugðið á það ráð að senda flöskupóst til Sigurðar bónda á Skúmstöðum á Eyrarbakka og biðja hann um að útvega Bryde versluninni í Eyjum þessar nauðþurftir. Þetta fór þannig fram að bréfið var sett í flösku og alinn að munntópaki með handa þeim sem fyndi flöskuna. Flöskuskeytinu var svo kastað í sjó í austan stormi og með réttu falli. Þannig var oft komið boðum milli lands og Eyja og gekk það furðu fljótt. Það er skemmst frá því að segja að að bréfið komst til skila og Eyjamenn fengu olíuna.


    Heimild: Frjáls Verslun 12.tbl 1940

    18.08.2010 09:37

    Slátra í nafni Allah

    Verður þessi að HALAL-kjöti?Einn helsti dilkakjötsverkandi landsinns hyggst taka upp svokallaða HALAL slátrun á öllu sláturfé í haust samkvæmt heimildum . HALAL slátrun er sú aðferð sem múslimar samþykkja til að mega neyta kjötsins, og  felst því í þessu nokkur gróðavon fyrir kjötframleiðsluna, enda múslimar ákaflega sólgnir í kindakjöt. Halal-slátrun allra dýra (sem og  fiska) fellst í því að skera á slagæð á hálsi dýrsins lifandi og tæma það  öllu blóði, enda er blóð með öllu bannað til matar á múslimskum heimilum. Meðan dýrinu er að blæða út má ekki meðhöndla það á nokkurn hátt. Slátrunin er álitin trúarleg athöfn og áður en sauðurinn er skorinn eru þessi orð viðhöfð í heyranda hljóði: "Í nafni Allah, hins náðuga, hins miskunnsama". Gallin er hinsvegar sá ef rétt er, að bæði kristnir sem heiðnir verða að sætta sig við HALAL- kjöt, blessað Allah á borðum sínum um jólin, kjósi þeir á annað borð lambasteik.

    06.08.2010 14:55

    Við höfnina

    Einarshöfn
    Hafnargerð hófst á Eyrarbakka árið 1963 og stóð með hléum til 1977. Höfnin leysti af gömlu  löndunarbryggjurnar sem kendar voru við Kaupfélagið Heklu og Vesturbúðina. Þegar brúin kom yfir ósinn 1988 færðist útgerðin til Þorlákshafnar og hafnirnar á Eyrarbakka og Stokkseyri lögðust af. Við höfnina er nú risið lítið "Take a way" kaffihús sem heitir því skemtilega nafni "Bakkabrim".  Nú til dags gera Eyrbekkingar og Stokkseyringar út á ferðamenn sem fá jafnan góðar móttökur hjá vertunum við sjávarsíðuna.

    Fiskveiðar hafa verið stundaðar frá þessum fornfrægu brimstöðum frá upphafi byggðar. Einhverju sinni voru tveir útvegsbændur á Eyrarbakka, annar á Skúmstöðum en hinn á Stóru-Háeyri. þeir áttu sinn áttæringinn hvor sem þeir létu ganga á Eyrarbakka. Stokkseyrar-dísa (Þórdís Magnúsdóttir d.1728 og þótti rammgöldrótt) lét um sama leyti teinæring ganga á Stokkseyri.  þegar hún frétti að skipum þeirra gekk töluvert betur að fiska en hennar brá hún sér um miðja nótt út á Eyrarbakka, tók öll færin úr báðum skipum, bar þau austur að Stokkseyri og fleygði þeim upp á bæjardyraloft og lét þau liggja þar þangað til þau fúnuðu og urðu ónýt, en um morguninn kemur hún út og gengur fram á sjávarbakkann. Sér hún þá bæði skipin fara sundið og mælti hún þá: ,,hjálpað hefur fjandinn þeim til að komast út á sjóinn fyrir þessu."

    Heimild Þjóðsögu: http://sagnagrunnur.raqoon.com/index.php?target=home

    07.04.2010 23:44

    Skrímslið úr storminum

    StormskrímslSetbergsannáll getur þess að árið 1540 hafi komið stórflóð þá um haustið. "Tók þá víða hjalla og hús syðra, sem lágt stóðu."

    Björn fræðimaður á Skarðsá fitar svo í annál sinn 1594: "í þessum sama stormi var brimgangur ógurlegur. Sást þá á Eyrarbakka, á Háeyri og Skúmstöðum, skrímsli. Það var ferfætt og hábeinótt, selhært, hafði annað hvort svo sem hundshöfuð eða hérahöfuð, en eyrun voru svo stór sem íleppar. Lágu þau á hrygginn aftur; bolurinn var svo sem folaldskroppur og nokkuð styttri, hvít gjörð var yfir það hjá bógum, en var grátt eða svo sem móálótt aftur frá; rófan var löng og stór, kleppur svo sem ljónshala á endanum, frátt sem hundur, sást á kveldin.

    15.03.2010 00:00

    Gletta

    SteinskotEinhvern tímann fyrir langa löngu komu menn frá heilbrigðiseftirlitinu til þess að ransaka vatn í brunnum þorpsbúa og reyndist það misjafnlega, til dæmis í Steinskoti, en þar var vatnið talið ónothæft og jafnvel eitrað. Þá sagði Ágústínus (Gústi í austurbænum) það er nú varla bráðdrepandi því hún hefur drukkið vatnið í yfir 90 ár og benti á Guðbjörgu húsfreyju í vesturbænum og hafði hann greinilega ekki mikið álit á mælingum embættismanna.

    20.02.2010 22:52

    Gletta

    Litla Hraun- Vinnuhælið- FælaJónas frá Hriflu var dómsmálaráðherra í þá tíð. Hann var í eftirlitsferð á vinnuhælinu (Litla Hrauni) á Eyrarbakka, og var að spígspora þar í fangagarðinum meðal fanganna. Starfsmaður á vinnuhælinu gengur til hans og segir: "Ert þú búinn að vera lengi hérna?"
    Spaug

    Þennan dag: 1965  m.b. Þorlákur Helgi bætist við bátaflota Bakkamanna. mb. Jón Helgason strandar í innsiglingunni./1967 Nýr bátur þorkell Jóhannson bætist við flotann í stað eldri báts með sama nafni. /1972 var óhemju brim

    Flettingar í dag: 573
    Gestir í dag: 171
    Flettingar í gær: 2390
    Gestir í gær: 1368
    Samtals flettingar: 260863
    Samtals gestir: 33798
    Tölur uppfærðar: 21.11.2024 19:57:00