01.05.2021 23:36

Síðara blómaskeið þorpsins

Það má segja að síðara blómaskeið Eyrarbakka hafi hafist laust fyrir 1960 með aukinni vélbátaútgerð, fiskvinnslu og iðnaði. Þetta blómaskeið stóð þar til aldamótin 2000 þegar nýtt hnignumarskeið hófst. Hápunkturinn mun hafa verið í kringum 1970 með stórauknum hafnarframkvæmdum.

Árið 1967 var aðalatvinnuvegur Eyrbekkinga sjávarútgerð en þá voru fimm 60tn bátar á vertíð og tvær fiskvinnslustöðvar, Hraðfrystihúsið og Fiskiver sf. en stuttu síðar bættist Einarshöfn hf. við með saltfiskverkun og áratug síðar hófst sameiginleg togaraútgerð með Selfossi og Stokkseyri.

Hjá þessum fyrirtækjum og bátum störfuðu á bilinu 140 - 150 manns.
Plastiðjan hf. skaffaði störf fyrir 15 manns.
Vélaverkstæði Guðjóns Öfjörð var með 3-4 menn í vinnu og trésmiðir voru nokkrir.
Litla Hraun mun hafa veitt 10-12 þorpsbúum vinnu en líka fólki utan hreppsins. Í verslun munu hafa starfað 7-10 og við kennslu 4-5 og annari opinberri þjónustu 4-5. Við garðyrkju og annan landbúnað störfuðu um 10 manns að staðaldri. Allnokkrir sóttu vinnu utan hreppsins, aðalega í vegagerð.

Byrjað var á hafnargerðinni um 1960 og hafnargarðinum mikla 1963 en fullgerður átti hann að vera 330 metrar, en nú fyrir allöngu hefur landtenging hans verið fjarlægð.

Um 1980 var sýnt að byrjað væri að fjara undan og var þá reynt að sporna við fótum með brú á Ölfusárósum og álpönnufyirtækinu Alpan. En um aldamótin 2000 var öll  stærri fiskvinnsla að leggjast af ásamt megninu af útgerðinni. Banki og pósthús hvarf úr þorpinu ásamt verslun. Það sama henti iðnfyrirtækin svo á skömmum tíma var ekkert eftir nema Litla-Hraun, Elliheimilið og Skólinn.

Ferðaþjónusta tók að ryðja sér til rúms eftir fjármálakreppuna 2007 og átti sinn góða tíma fram að heimsfaraldrinum sem hófst veturinn 2019.
Flettingar í dag: 729
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 530
Gestir í gær: 80
Samtals flettingar: 155746
Samtals gestir: 18372
Tölur uppfærðar: 9.6.2023 23:44:35