06.09.2012 21:37

Þurkasumarið 2012/1907

Þurkasumur koma öðru hverju og eflaust mörgum bóndanum þótt nóg um þurkana hér sunnanlands þetta sumarið þó allur almenningur og ferðamenn láti sér vel líka sólskínið og góða veðrið. Kartöfluuppskera er frekar rír og grasvöxtur víðast sunnanlands í lágmarki af völdum þurka. Sumarið 1907 var einnig mikið þurkasumar hér sunnanlands, þornuðu upp lækir og lindir sem og vatnsbrunnar svo að vatnslaust mátti heita á öðruhverju heimili. Sumstaðar þurftu smjör og rjómabú að hætta starfsemi þegar lækir þornuðu með öllu. Í Reykjavík þornaði lækurinn sem og flestir brunnar. Var því oft að flytja vatn um langann veg þá um sumarið, en í september tók loks að rigna rétt eins og nú.

Heimild: Veðurklúbburinn Andvari / Huginn 1907.

Flettingar í dag: 47
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 2887
Gestir í gær: 206
Samtals flettingar: 229320
Samtals gestir: 29862
Tölur uppfærðar: 14.10.2024 02:44:27