01.04.2011 00:36

Svalur mars liðinn

25 mmMánuðurinn var vetrarlegur á Bakkanum og kaldur lengst af. Frost komst í -15,4°C og-15°C jafnfallinn snjór náði 25 cm í fyrri hluta mánaðarins og hvarf ekki að fullu fyrr en langt var liðið á mánuðinn. Mesta úrkoma var 25 mm þann 3. mars og einungis fáir dagar sem engin úrkoma mældist. Vindur var yfirleitt vestan eða norðlægur og brim allmikið í mánuðinum. Það má heita að vorið hafi komið þann 27. í kjölfar síðustu frostnæturinnar og fór hitinn hæst í 8,4°C, en hæsta hitagildi í mars á þessari öld var 10,5°C árið 2005. Mánuðurinn núna var hinsvegar mun kaldari en í fyrra og úrkomusamari.

Flettingar í dag: 456
Gestir í dag: 36
Flettingar í gær: 2887
Gestir í gær: 206
Samtals flettingar: 229729
Samtals gestir: 29881
Tölur uppfærðar: 14.10.2024 04:52:29