11.01.2010 22:54

Glettur

Einar Ingimundarson umboðsmaður í Kaldaðarnesi var nokkuð vínhneigður og þótti fullhressilegur í tali, þegar hann var ölvaður. Lét hann þá stundum meira yfir sínu en efni stóðu til. Eitt sinn var Einar í Eyrarbakkabúð um miðsumarleyti og vildi fá vöru í reikning sinn, en Nielsen verslunarstjóri færðist undan og bar því við að uppgjör stæði fyrir dyrum.

Þá mælti Einar: "Ég er umboðsmaður og hef yfir mönnum að segja, og þegar ég býð einum að fara, þá fer hann, og öðrum að koma, þá kemur hann, og ef ég fæ hér ekki það, sem ég þarf, sleppi ég af ykkur hendinni. Þið getið farið á hausinn fyrir mér, og réttast væri, að ég ræki fimmtíu naut suður á morgun".

Þennan dag: 1993 Ófært í þorpinu vegna snjóa.

Flettingar í dag: 364
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 248
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 220102
Samtals gestir: 28965
Tölur uppfærðar: 4.10.2024 11:08:38