Brim á Bakkanum
brimið þvær hin skreypu sker


ALMANAKIÐ

S E P T E M B E R M Á N I N N


          
 

 
 Fullt tungl  2
SEPT
2020  Kornmáni
 Síðara kvartil 10 SEPT 2020
 Nýtt tungl
 Fyrsta kvartil
17
23
SEPT
SEPT
2020
2020  


Fjörugögn.

Fjaran

Mörg eru þau gæði sem fjaran á Eyrarbakka gefur og margt gagn má af henni hafa,ef menn vilja nýta sér það. Til forna gátu menn nánast lifað af henni eingöngu og þótti það því mikil hlunnindi að eiga land að fjöru. Eitt er víst að menn þurftu aldrei að svelta ef þeir báru sig eftir björginni.

 

 

Hrognkelsaveiði.

veiðina er hægt að stunda á bátum,eða jafnvel gangandi í góðum vöðlum. Hrognkelsanet eru þá lögð meðfram lónunum í skerjagarðinum á fjöru,og þeirra síðan vitjað á næstu fjöru á eftir. Þekktust veiðilóna eru Rauðmagalón,Veiðilón, Langalón, Keppslón og Látralón. Einnig er hægt að veiða Rauðmaga og Grásleppu á króka.

 

Silungaveiði.

Í flestum innlónum er ágæt silungaveiði alveg fram í miðfjöru. Silunginn gefur best í ágústmánuði en göngur eru misjafnar eftir árum. Aðalveiðistaðir eru á Austurfjörunni í Lendingarlóni vestan Gálgakletta, Langalóni fram við Bátskletta, austur í Látralón og allt austur í Hávaðaós á Leirum, en á Vesturfjörunni við Einarshafnavör og meðfram Kambinum inn í Vesturvör á hellunum við Sandvarnargarðinn.

Hægt er að veiða silunginn með kastneti,en skemmtilegast er að taka hann á stöng. Þá er heppilegast að vera með Tóby spons og þá helst svart silfraðan.

 

Selveiði.

Selveiði var stunduð á Eyrarbakka allt fram yfir miðja síðustu öld. Selur er algengastur í framskerjum og eru þekktustu veiðistaðir í Selaflúð, á Selaklettum og í Selalóni,en selur er einnig í mörgum öðrum lónum þegar fiskigöngur eru.

Selurinn var stundum veiddur í net,en aðalega þó skotinn. Áður fyrr var selurinn étinn og skinnið notað til skógerðar,en nú þykir selur ekki mannamatur og selskinnsskór eru löngu fallnir úr tísku.

 

Skelfiskur.

Í lokastruminn er best að fara í skeljafjöru. þá þarf til þess sérstakt skeljárn 50 sm. á lengd með spaða til að pikka eða grafa skelina upp. Helst er að finna öðuskel,en hún heldur sig einkum í djúpum pollum framan við fremstu sker,t.d. í Eystri Kötlum eða Kötluós og víðar vestur með Brimgarði. Bláskel (krækling)má einnig finna,einkum í Bláskelsós og lítið eitt af kúskel, Skelmatur er ágætur til súpugerðar,en þarf þó að útvatnast vel.

Fjörumaðkur er algengur á öllum leirum í skerjagarðinum og þarf að grafa eftir honum með skóflu. Fjörumaðkurinn þykir góð beita og var eftir henni sót til silunga og laxveiða.

 

 Kuðungar og Krabbadýr.

Nokkrar tegundir krabbadýra eru að finna í fjörunni,undir steinum,allt frá marflóm og til stærri krabba eins og Gaddakrabbi sem er um 8-10 cm yfir skelina en er þó mjög sjaldgæft. Algengastir eru smáir Strandkrabbar. Krabbarnir hafa einkum verið veiddir af börnum sér til skemmtunar, ásamt Sprettfiski sem getur orðið 18 cm að lengd og Marhnút. Eitt og eitt ígulker má finna á stöku stað og ýmsar gerðir smákuðunga. Öðru hvoru geta menn rekist á sæbjúgu og enn sjaldnar krossfisk, en ekki er óalgengt að rekast a dauðar marglittur í fjöruborðinu.

 

Sölvatekja.

Sölin þótti veigamestu gæði fjörunnar. enda óx hún víða í fjörunni og var ætíð nóg af henni. Tvær uppskerur eru á ári,vor og haust. Á vorin var farið í sölvafjöru eftir Jónsmessu en á haustin í Höfuðdagsstrauminn. þekktur sölvatekjustaður er svokölluð Sölvalág. Sölina þarf að þurrka vel og breiða úr henni og slíta skúfana af. Í góðum þurrki þornar sölin á einum degi og þarf þá að hreinsa af henni smákuðunga. best er síðan að troða sölinni í tunnu og setja á farg. Þá kom hneita á sölina sem er hvítt sykurlag. Mest hneita kemur á bleika innfjörusöl,sem verður þá dísæt á bragðið og þykir hún best. Útfjörusölin er dekkri og saltari en það er líka nokkuð sykurefni í henni.

 

Fjörugrös.

Á sléttum hellum í framfjörunni,sem koma ekki upp nema í stæðstu straumum vaxa Fjörugrös. þekktast er örnefnið Grasaflúð. Fjörugrösin verða um 20 cm. að lengd og líkjast mjög Hvönn og vaxa í þéttum skúfum og eru rifin upp með höndunum. Stundum þarf að kafa með höndunum upp að olnboga til að ná þeim. Sjaldnast nást Fjörugrös nema einu sinni á ári á stæðsta straumi eftir Jónsmessu. Grösin eru síðan látin rigna þar til þau eru orðin hvítgrá og síðan þurrkuð og troðin í tunnu undir farg.

Síðan eru grösin söxuð niður og notuð í grauta eða haft ofan á skyr eftir að grösin höfðu verið vel soðin. En nú eru rétt 95 ár síðan grasafjaran var stunduð síðast á Eyrarbakka.

 

Þangtekja.

Þang er svo að segja óþrjótandi um alla fjöru. Þang var áður fyrr notað til eldiviðar og var það skorið úr framfjörum. Þang er stöngull sem er um 150 cm á lengd og tekur 2 ár að verða full sprottið. Eitt sinn voru gerðar tilraunir með að vinna Joð úr þangi með þangbrennslu og var það gert þar sem nú stendur húsið Brenna og dregur nafn sitt af því. Nú til dags er Þangið ekkert nýtt,en nóg er til af því ef einhverjum dytti í hug að vinna eitthvað úr þanginu,t.d. joð eða prótín.

 

Þari.

Það er ekki síður mikið um þarann á Eyrarbakka og vex hann á öllum skerjum og skiptist í ýmsar tegundir. Á innskerjum er blöðruþari algengastur ýmist dökkurrauður eða gulgrænn. Áður fyrr var þarafjaran nýtt til sauðfjárbeitar en á síðari tímum hefur þara og þangrek verið notað af kartöflubændum til áburðar og þótt framúrskarandi sem slýkur.

 

Reki.

Lítill reki er á fjörum Eyrarbakka en stundum kemur þó eitt og eitt tré, Rektré með rótarhnúðum hefur þótt vinsælt til skrauts í görðum og er þá rótarhnúðurinn látinn snúa upp og má oft sjá ýmsar kynjamyndir úr rótarhausnum.

Flettingar í dag: 806
Gestir í dag: 269
Flettingar í gær: 1085
Gestir í gær: 322
Samtals flettingar: 2646356
Samtals gestir: 300956
Tölur uppfærðar: 18.9.2020 09:55:00


Sjólag og horfur

 
                                                MIKILLI ÖLDUHÆÐ SPÁÐ SUNNUDAGINN 20. SEPTEMBER
 
 
 Eyrarbakki IcelandF U L L T T U N G L

eftir

13 daga

Veðrið á Bakkanum í dag

Tilkynningar

Brimið á Bakkanum er líka á Facebook 
@gamlirdagar
       

Brimið á Bakkanum

Farsími:

8621944

Staðsetning:

Eyrarbakki

Vefmyndavélar

http://www.vegagerdin.is/
 

Ráðhús-Árborgar við Austurveg

Sjávarföll Eyrarbakka - Árborg

                           Smellid á myndina fyrir frekari upplýsingar

Tenglar


Icelandic surf

Veðurgögn Eyrarbakki

5 daga yfirlit