Brim á Bakkanum
brimið þvær hin skreypu sker


F U L L T T U N G L

eftir

17 daga

ALMANAKIÐ

J A N Ú AR  M Á N I N N

          
 Fyrsta kvartil  2 Janúar  2020  Mörsugur
 Fullt tungl  10 Janúar  2020  Nýársmáni
 Síðara kvartil  17 Janúar  2020  
 Nýtt tungl  24 Janúar  2020  Þorri
  


M/S Njáll strandar á Eyrarbakka 1906

Sólsetur á Eyrarbakka

M/S NjállFrásögn Sigurðar Þórarinssonar frá Vegamótum á Eyrarbakka.

Ég held að ég hafi verið átján ára, eða þar um bil, þegar Njáll slitnaði upp af legunni og rak á Sundvörðukampinn. Skipið var nýkomið frá Reykjavik þá um hustið og var með fullfermi af 200 punda rúgmjölssekkjum,sem ekki var farið að skipa upp.

Þetta mun hafa verið í september 1906. Nokkuð seint um kvöldið tók að hvessa mikið af aust landsunnan og minnist ég þess,að ég og fleirra fólk fórum út í heygarðinn sem hér var fyrir norðann húsið og fórum að tína til hey frá Ólafi heitnum, sem byrjað var að fjúka. Þegar við vorum umþaðbil að ljúka við að festa heyið,þá var komið ofsaveður og rétt í því fór ég að taka eftir glömpum og glæringum í vestri frá okkur séð,ég fór að hafa orð á þessu við hina sem með mér voru í heygarðinum. Þá vissi ég ekki að þetta voru svokallaðar rakettur-en þær voru vísast nýtilkomnar um þetta leiti- en félagar mínir töldu að þetta væru þesskonar skot og líklegast hefði eitthvað orðið að úti á höfninni.

Fleira fólk hefur orðið vart við ljósaganginn,þvi það dreif að margmenni og safnaðist við vestugaflinn á Bakaríinu,en þar sem sjór var farinn að ganga inn úr sjógarðshliðum, þá þorði fólk ekki út með sjó eins og það var kallað að ganga með sjávarkambinum. Við frettum svo frá manni sem kom vesturmeð sjó að Njáll hefði slitnað frá leguni.

Nokkrir hugaðir menn fóru því vestur eftir sjó og var þá báturinn kominn svo hátt upp á kambinn við vörðurnar að skutur skipsins stóð á móts við eystri vörðuna en stefnið vísaði upp til lands.

Áhöfnin var enn öll um borð í skipinu þegar það rak á land, en rendu sér nú niður borðstokkinn, nema skipstjórinn sem sem auðheyrt var að væri norskur eða danskur af skipunum hanns dæma. Þarna var líka vélamaðurinn Helgi Magri ásmt bróður sínum og stýrimaðurinn Jón í Melshúsum.

Talsverður bútur af keðjuni var fastur við stefnið og lá með því upp í fjöruna,en mjölið var allt óskemt og var það borið á börum austur að markarlág og þótti það mörgum vondur og erfiður burður enda yfir lausasand að fara, en þaðan voru lagðir teinar sem teknir voru frá bryggjuni og lágu nú frá markarlág og út að Vesturbúðum,en í þá framkvæmdir var farið flljótlega eftir strandið.

En vorið eftir var síðan unnið í tvær vikur við að undirbúa sjósetningu skipsins á nýjan leik. Var þá grafið frá skipinu og sleða komið fyrir undir því og höfðu margir menn starfa af þessu. Þegar allt var til reiðu,kom gufuskip frá Noregi og lá það á leguni,en frá því lagðar tilfæringar út í sker utan við leguna á móts við Einarshafnarvör. Það þurfti síðan að bolta teina í klappirnar alla leið níður í Einarshafnarvör svo skipið gæti runnið eftir þeim á sleðanum sem fyrir hafði verið komið undir því.

Því næst var gufuskipið látið toga í Njál og gekk þetta allt ágætlega og fyrr en varði var Njáll kominn út á leguna og lá nú á milli skáhaka og míganda eins og ekkert hefði í skorist.

Að sjósetningu lokinni fór ég beint í það verk sem setið hafði á hakanum meðan á öllu þessu stóð,en það var að grafa svokallað landamerkjaok milli Kaldaðarnes og Flóagaflstorfanna.

 

Flettingar í dag: 366
Gestir í dag: 50
Flettingar í gær: 199
Gestir í gær: 48
Samtals flettingar: 2455125
Samtals gestir: 272274
Tölur uppfærðar: 23.1.2020 23:22:22


Sjólag og horfur

 

 
 
 Ölduspá 24. 1. 2020
brim næstu daga


Veðrið á Bakkanum í dag

Tilkynningar

Brimið á Bakkanum er líka á Facebook 
@gamlirdagar
       

Brimið á Bakkanum

Farsími:

8621944

Staðsetning:

Eyrarbakki

Vefmyndavélar

http://www.vegagerdin.is/
 

Ráðhús-Árborgar við Austurveg

Sjávarföll Eyrarbakka - Árborg

                           Smellid á myndina fyrir frekari upplýsingar

Tenglar


Icelandic surf

Veðurgögn Eyrarbakki

5 daga yfirlit