Brim á Bakkanum
brimið þvær hin skreypu sker


ALMANAKIÐ

S E P T E M B E R M Á N I N N


          
 

 
 Fullt tungl  2
SEPT
2020  Kornmáni
 Síðara kvartil 10 SEPT 2020
 Nýtt tungl
 Fyrsta kvartil
17
23
SEPT
SEPT
2020
2020  


Blogghistorik: 2011 N/A Blog|Month_2

27.02.2011 21:30

Gletta

HúsiðPeter Nielsen í Húsinu hafði farið til danmerkur og dvalið þar einn veturinn. Þegar hann kom aftur heim um vorið spurði hann tíðinda af Bakkanum. "Jú, Guðmundur á Háeyri er genginn í Góðtemplararegluna" varð einhverjum að orði. Níelsen varð undrandi og setti hljóðan um stund, en segir svo: " Gudmundur på Háeyri bliver Templar" sat hann svo hugsi góða stund og velti þessu fyrir sér, en segir svo: "Ja, selvfølgelig, så han får bedre tid til at gennemføre deres mørke planer".

Guðmundur Ísleifsson kaupmaður á Háeyri var harður keppinautur í verslunarrekstri á Bakkanum í þeirri tíð.

Heimild: Austantórur.

26.02.2011 00:19

Veðurvísur


Mattíasarmessa 24. febrúar 
 
Mattías þýðir oftast ís,
er það greint í versum.
Annars kala verður vís, 
ef vana bregður þessum.
Mattías ef mjúkur er
máttugt frost þá vorið ber.
Vindur, hríð og veður hart,
verður fram á sumar bjart. 

 Febrúaris
 
Febris ei ef færir fjúk,
frost né hörku neina.
Kuldinn sár þá kennir búk,
karlmenn þetta reyna.
Ef þig fýsir gef að gætur,

gátum fyrri þjóða.

Páskafrostið fölna lætur,
febrúaris yrri gróða.


(Höfundur ókunnur. Lítilega lagfært. Heimild: Austantórur)


24.02.2011 00:06

Búðargletta

Saga Eyrarbakka, VesturbúðEinhverju sinni kom Einar í Hallskoti í Bakkabúð, þá ungur að árum. Niels í búðinni afgreiddi hann og sagði um leið og hann leit í viðskiptabók móður hans, sem þá var orðin ekkja: "Din mor klarer sig godt, da din far døde!" - Ó, já sagði Einar hróðugur, hún mamma þarf ekki að sjá eftir því að hann pabbi dæji.

Heimild: Austantórur.

21.02.2011 23:01

Búðargletta

Mynd úr Sögu EyrarbakkaFilippus gamli á Stekkum var í erindum úti á Bakka. Hann mætir þar Lefolli kaupmanni á förnum vegi og kastar á hann kveðju og þeir talast við þó hvorugur skilji annan.

-"Komið þér sælir Lefolii minn, alltaf lifið þér" - "Lever jeg? Gud, lever jeg?" - "Hvað skrafið þér þá Lefoli minn, þarna í Danmörku?" - " Hu, jeg skraber ikke noget!" - " Er ekki stríð enn hjá ykkur þarna í Kaupmannahöfn?" (1871 milli Frakka og Þjóðverja) - "Ja, vi har strejke nok i handlen her!" - " Það veit ég, þetta bölvaða stríð alltaf ".


Heimild: Austantórur.
 • Spaug
 • 20.02.2011 01:23

  Att kappi við tímann

  Einhverju sinni sem oftar lá Segskipið "Elbo Frederica" á höfninni á Eyrarbakka og beið þess að skipað væri út í það saltfisk sem lá þar tilbúinn til útskipunar, en brim og sjávargangur hafði hamlað því um daga að fiskurinn kæmist um borð í Elbo. Morgunn einn þegar menn komu til vinnu sinnar í bráðabítið, var Lefolii gamli þar fyrir og ræddi við verkstjórann, sem lét að því búnu það boð út ganga að svo væri um samið við verslunina, að farmurinn seldist mun hærra verði ef skipið væri fullfermt í síðasta lagi þennan dag og ef það kæmist út af höfninni egi síðar en næsta dag. Ef  þetta gengi ekki eftir myndu vátryggingargjöldin hækka til mikilla muna.

  Lefolii gamli bað því alla að gera sitt svo að þetta mætti verða og hét hverjum manni 2 króna kauphækkun daginn þann, auk 10 króna verðhækkun á hvert skipspund fiskjar er þá væri komið í hús, hvort sem rúmaðist í skipi eða ekki. Það sem Lefolii gamli sagði gátu menn gengið að sem vísu, því sjaldan brá það við að hann efndi ekki gefin loforð. Komst þá hver fiskuggi um borð fyrir kl. 10 um kvöldið og skjöl öll og pappírar undirritaðir skömmu fyrir miðnætti. Elbo komst svo út fullhlaðið á morgunflóðinu þrátt fyrir nokkuð ókyrran sjó og kaupmaðurinn stóð við sitt.

  Heimild. Austantórur 2

  17.02.2011 00:10

  Siggi-fjórði

  Vesturbúð og höfninKona ein á Bakkanum hafði haft nokkra vinnumenn, hvern á eftir öðrum og hétu þeir allir Sigurður. Einn þeirra var sá fjórði í röðinni og hlaut hann viðurnefnið "Siggi-fjórði". Hans lífsstarf varð síðan að salta og pækla lax í Vesturbúð, en laxinn var þá verðmætasta útflutningsvara verslunarinnar. Hann fékk árlega sérstaka viðurkenningu fyrir starf sitt, enda vandvirkur mjög og fagmannslegur. Siggi-fjórði átti fagurgerða græna tunnu (4ra potta) með svörtum gjörðum. Í tunnu þessa fékk hann bónusinn sem greiddur var í góðu brennivíni, þann daginn sem skipið sigldi heilu og höldnu út úr Bússusundi með laxinn innbyrðis, en svo hafði um samist.

  Siggi-fjórði vaknaði eldsnemma daginn þann, er skipið átti að fara. Með græna kútinn undir hendinni stóð hann í sjógarðshliði og vonaði að um háflæðið mundi skútan losa festar og sigla út sundið með laxinn góða. En eitthvað var "Ægir gamli" kenjóttur þessa dagana og gerði Sigurði nokkurn hrekk. Skömmu fyrir flóð brast hann á með brimróti, svo ekki lagði skipið út þennan daginn né heldur hina næstu. Siggi leitaði fregna hjá hafnsögumanninum, en hann gat engu lofað um hina langþráðu stund. Siggi var þó sífelt á höttunum framm í hliði, til að sjá hvað sjónum leið og bað fyrir sjálfum sér, skipinu og laxinum og jafnvel til vonar og vara, bað hann fyrir Lefolii gamla líka.

  Svo rann sá dagur upp að skipið fékk losað festar. Lóðs og hásetar voru komnir um borð og lagt var á sundið þó svo sjór væri enn nokkuð ókyrr. Siggi-fjórði stóð á sínum stað með öndina í hálsinum, blýskorðaður við vegginn frammi í sjógarðshliði með kútinn undir hendinni og mændi á skipið, en mælti ekki orð af vörum uns skútan skreið fyrir ysta boðann. Sagði þá við sjálfan sig, en hálf hátt svo aðrir heyrðu-"Gussé lof, þa'slappann". Hljóp hann síðan sem fætur toguðu fram í búð og fékk sína umbun úti lagða, s.s. gott brennivín.

  Heimild: Austantórur 2

  15.02.2011 00:53

  Briggskipið "Anna"

  Einarshöfn (Saga Eyrarbakka)Eitt hinna mörgu Bakkaskipa hét "Anna" og var í siglingum snemma á 19. öld. Skipstjóri þess hét Niels Mogensen. Það lagði af stað í sína síðustu ferð frá Kaupmannahöfn laugardaginn 22. apríl 1826. Skipið fékk landsýn eftir 26 daga í hafi, eða 18. maí. Skipið kemst svo inn á höfnina á Eyrarbakka 27. maí og lóðsinn tekur við stjórn þess og hafnar skipið. Daginn eftir er það fært til á höfninni og strengt með fjórum 10" aðaltogum milli út og landskerja.(Á skerjunum sinn hvoru megin lóns voru járnfestur sem Brandur gamli Magnússon smiður í Roðgúl hafði smíðað). Hinn 8. júní gerði hvassa sunnanátt og brim, en skipverjar höfðu þá farið í land um fjöruna, en 10 menn fóru aftur í skipið til að treysta festar fyrir háflæðið. Í brimsúginum sem á eftir fylgdi barst skipið mikið á og sleit af sér festar allar og braut það á skerjunum, en farmur allur bjargaðist nema saltið.

   
  Þetta vandamál með festubúnaðinn hafði orsakað mörg samskonar óhöpp í gegnum tíðina, eins og hér hefur áður komið fram, en klár skipstjóri einn, Christiansen á skútunni "Anne Luise" kom með lausnina. Lét hann smíða sérstakt akkeri sem kallaðist "Sving" (Sveifluakkeri með segulnagla) sem sett voru í hafnarmiðju með öflugum keðjum eftir botninum og út í skerfesturnar sem áður var getið. Þannig gátu skipin nú hagað sér eftir vindi og öldu og tekið við ágjöfinni áfallalaust. Eftir þetta fækkaði óhöppum í höfninni varanlega. En því miður átti það fyrir Cristiansen að liggja, að fá vota gröf á Eyrarbakka. 22. september 1883 var "Anne Luise" að flytja saltfarm til Þorlákshafnar í nokkuð úfnum sjó. Gekk hann um  með hendur í vösum, þegar hnútur kom á skipið og hrökk hann við það útbyrðis. Í fátinu sem á eftir kom, gætti enginn að stefnu skipsins og hafnaði það inn í Skötubót.


  En aftur að Önnu. Farmur hennar kann að vera merkileg heimild um innfluttar vörur svo ég læt það fylgja með:

   

  Salt                300tn

   

  Tjara                   6tn

   

  Valborð         362stk

   
   

  Steinkol           90tn

   

  Rúgmjöl     200,5 tn

   

  Furuborð       240stk

   
   

  Járn                    5sp

   

  Brennivín         30tn

   

  Plankar 5"     126stk

   
   

  Tré (bolir)      84 stk

   

  Brauð               21tn

   

  Girði               15stk

   
   

  Munntóbak(skro)8pk

   

  Lítil tunna

   

  Kaffi         8 stampar

   
   

  Hvítsykur 1 stampur

   

  Steinsykur 2 kassar

     
   Heimild:  Saga Eyrarbakka  Austantórur 2  

  13.02.2011 23:45

  Gömul veðurmerki

  Hér mun getið algengara veðurmerkja og veðurheita sem tíðkuðust á Eyrarbakka og Stokkseyri fyrir aldamótin 1900:

  Útræna: Er vestanstæð hafgola og ber mest á henni á heitum dögum að sumri (Sólfarsvindar), dragast þá ský yfir austurfjöllin og nefnast þau "Útrænuský". Útrænan er vægari í smástreymi, en oft köld. Þá má vænta þerris góðan, en áfalls að nóttu þegar lyngt er orðið. Áfall að nóttu var talið boða langvarandi þurk og norðanátt.

  Bræla: Hvöss útræna (suðvestannátt). Hvítnar þá í báru ("Það er farið að skjóta fuglsbringum") og skúrir færast yfir Kambana , Fljótshlíð og Þórsmörk. Þá má vænta dembuskúra í neðri Flóa.

  Landnyrðingur: (Land-norðanátt) Ef skýjastrók setur til norðurs frá Heklu og Eyjafjallajökli er þurkur í vændum, (kuldaþræsingur). Ef skýjastrókinn leggur til suðurs, þá er úrkomu að vænta.

  Austantórur: Oft á haustin í þurrviðri þekja háir hvítir skýjabólstrar austurfjöllin með úrkomu undir Eyjafjöllum og er það kallað "Austantórur", en það er undanfari hellirigningar um allt suðurlands undirlendið með SA átt. Þá er kominn "Hornriði"

  Hornriði: Suðaustan strekkingur og rigningartíð.

  Fjallasperringur: Stíf norðaustanátt. Ef snjóar í vesturfjöllin á undan austurfjöllunum þá er að vænta mildari veturs.

  Stálbellir: Skýjaklakkar með lögun líkt og gosstrókur sem ber við heiðríkju í SV boðar hrakviðri og harðindi. Venjulegir skýjaklakkar út við hafsbrún veit á úrkomu.

  Svartaþykkni: Þykk skýjahula. Sjáist hún í austri eða suðaustri, boðar það hláku. Sé "Svartaþykkni" í suðri frá Vestmannaeyjum og að Hlíðartá með andvara af NA og "Hrein fjöll" (Hiðríkja yfir Heklu og norður fyrir til vesturfjalla) var það talið fyrirboði fárvirðis innan fárra stunda.

  Bakki: Lágur þokubakki milli Eyjafjallajökuls og Vestmannaeyja fyrri hluta vetrar, boðar brim.

  Blikur: Þunn skýjaslæða, (undanfari lægða). Sé blikan með klósiga (ský eins og klær) sem sveigjast saman frá SV til NA boðar það hvassviðri af suðaustri, enda leist mönnum þá ekki á blikuna.

  Hafgall: Regnbogalitaður glampi við hafsbrún skömmu fyrir sólarlag, veit á betra veður og þurrk.

  Rosabaugur: Bjartur baugur um túngl á vetrum veit á illviðri.


  Heimild: Austantórur 1.

  12.02.2011 23:48

  Þrumu Þór

  Miklir skúraklakkar sunnan við lægðaraugaðÞað var engu líkara en Þór gamli hafi rekið hamarinn sinn hastarlega í á ferð sinni um Suðurland nú í kvöld. Eldingu laust niður eihverstaðar í grendinni og á eftir fylgdi svo öflug þruma að rúður skulfu í húsum og stóðu þessar drunur yfir um allnokkur andartök og urðu heimilisdýr óróleg á meðan ósköpin dundu yfir og eins er víst að mannfólkið hafi ekki staðið á sama.

  12.02.2011 17:27

  Ísafjarðarskipið

  HafnarskeiðSlúpan "María" var á leið til Kaupmannahafnar haustið 1865, en skipið átti  Ásgeir Ásgeirsson kaupmaður á Ísafirði og var hann sjálfur við stjórnvölinn. Með honum var konan hans (Sigríður Jónsdóttir Sandholt)  og börnin þeirra 4 ásamt nokkrum hásetum. Er skipið var statt fyrir sunnan land missti það segl í slæmu veðri og rak inn á Bakkabugt. Ásgeir brá á það gamalkunna sjómannsráð að hella út lýsi úr þrem tunnum og lægja þannig sjóina. Rak skipið heilt upp á Hraunskeið og fólk bjargaðist.

  Ásgeir var síðan mikill skipakóngur. Hann keypti fyrstur íslendinga gufuskip, er hét í höfiðið á honum sjálfum.

  11.02.2011 23:26

  "Illviðrið" gert upp

  Ekki verður sagt að mikið hafi látið af veðrinu á Bakkanum á meðan meint ofsaveður gekk yfir sumstaðar. Mesti vindhraði var 22 m/s og mátti heita stormur frá því laust eftir miðnætti til miðmorguns. Mestu hviður náðu þó upp undir 30 m/s. Það voru þá helst Stórhöfði, Búrfell, Tindafjöll og e.t.v. Miðdalsheiði sem gátu státað af "Ofsaveðri" á svæðinu hér sunnan jökla.

  11.02.2011 00:38

  Búist er við ofsaveðri!

  Andvari Veðurstofan varar við ofsaveðri (30 m/s) í nótt. Það er langt síðan að svo kröftug veðurspá hafi borið fyrir augu, en fullt tilefni til að taka mark á því. Þá má til gamans rifja upp illviðraheitin sem notuð voru í "vindstigaskalanum": Hvassviðri 8 vindstig, Stormur 9 vindstig, Rok 10 vindstig, Ofsaveður 11 vindstig og Fárviðri 12 vindstig.

  Annars er fjallað meira um væntanlegt illviðri á veðurbloggum, t.d. http://esv.blog.is/blog/esv/ og http://trj.blog.is/blog/trj/ 

  09.02.2011 22:34

  Póstjaktin

  Gufubátar á Einarshöfn um aldamótin 1900Póstjaktin "Sílden" átti að hafa viðkomu á Eyrarbakka í utnaferð sinni haustið 1781 til að taka kaupmann með heim (Cristian Hartmann). Í áhöfn skútunnar voru sex menn og skipstjóri þar  með talinn. Þegar skipið var komið í námunda þann 17. september var róið að skipinu á slúppunni (lítið róðraskip með skútulagi, er gat borið eitt mastur og segl) til að lóðsa hana inn á höfnina og voru þar 10 Eyrbekkingar undir árum. Brast þá á mikið veður og sjór varð ófær, en Eyrbekkingarnir komust þó um borð í jaktina og héldu þar kyrru fyrir. Brátt hvarf skútan í særokið og urðu afdrif hennar ekki ljós fyrr en 19. september er skútan fannst sundur moluð á Hafnarskeiði, hafði hún þá farið þar upp um nóttina og enginn komist lífs af.  Sagt er að sömu nótt hafi kaupmaðurinn tekið hastalega flogaveiki sem dró hann til dauða eftir nýárið.

  Heimild: Saga Eyrarbakka

  08.02.2011 23:16

  Stormur

  28 m/sAustan stormur ræður nú ríkjum hér sunnanlands með slyddurokum. Á bakkanum náði vindhraðinn í 28 m/s sem kallast Stormur (ROK á vindstigaskalanum , þ.e. 10 vindstig) með hviðum allt að 35 m/s og var svo vítt og breytt um Suðurland og út með Reykjanesinu. Hvassara var þó á Hvammi og Steinum undir Eyjafjöllum þar sem hviður fóru upp í 50 m/s. Sumstaðar í uppsveitum var heldur meiri vindur en niðri við stöndina.

  07.02.2011 22:16

  Briggskipið "Anna et Christense"

  Höfnin (Mynd: Saga Eyrarbakka)Briggskipið "Anna et Christense" var hlaðið Sunnlenskum varningi og klár til utanfarar þá er hún beið byrjar á höfninni á Eyrarbakka síðla sumars 1789. Þann 25. ágúst fór veður versnandi og síðar um daginn var kominn stormur af sunnan og síðan útsunnan með allmiklu brimi. Daginn eftir færðist brimið heldur í aukanna og gekk yfir skipið í miklum loftköstum, með þeim afleiðingum að ein landfesting slitnaði. Menn voru þá kallaðir úr landi og var allt gert sem mætti verða til bjargar verðmætum útflutningsvörum af skipinu. Þær tilraunir báru hinsvegar lítinn árangur vegna stöðugs sjógangs. Þann 27. fór skipsöfnin í land fyrir egin ráð, en síðar um daginn var aftur farið um borð og reint að bjarga varningi. Þær tilraunir runnu út um þúfur, þar sem enn var of mikill öldugangur.

  Um kvöldið var aðeins ein taug eftir sem hélt skipinu við festar, en sjógangurinn hægðist nægjanlega til að hægt væri að hefja björgunaraðgerðir. Varningur var þá fluttar af skipinu af miklu kappi fram á nótt. Þá gerðist það kl. 2 um nóttina að skipið fór á hliðina og sökk, þar sem barlestin var orðin mjög óstöðug, enda var þá mestmegnið af varningnum komið á land. Ekki var hirt um að bera barlest í skipið, þar sem viðbúið þótti að það mundi slitna af festunni.


  Farmur skipsinns: Selslýsi 7 tunnur. Þorskalýsi 3 tunnur. Tólg 10.186 pund (48 tunnur). Tólgarskyldir 32.798 pund. Prjónels: 240 pör sokkar. 1.450 pör vettlingar. 105 peysur. Ull: hvít 8.242 pund. mislit 3.211 pund. Seldist allt á uppboði á ca. 1/3 af kosnaði.             

  Heimild. Saga Eyrarbakka.

   

  Antal sidvisningar idag: 680
  Antal unika besökare idag: 250
  Antal sidvisningar igår: 1144
  Antal unika besökare igår: 347
  Totalt antal sidvisningar: 2656281
  Antal unika besökare totalt: 303832
  Uppdaterat antal: 1.10.2020 15:44:15


  Sjólag og horfur

   

                                                                         BRIMSPÁIN - SMELLIÐ HÉR
   
   
   Sjáðu Brimið - Eyrarbakki Iceland


  F U L L T T U N G L

  N/A Events|Today

  Veðrið á Bakkanum í dag

  Tilkynningar

  Brimið á Bakkanum er líka á Facebook 
  @gamlirdagar
         

  Brimið á Bakkanum

  Mobilnummer:

  8621944

  Plats:

  Eyrarbakki

  Vefmyndavélar

  http://www.vegagerdin.is/
   

  Ráðhús-Árborgar við Austurveg

  Sjávarföll Eyrarbakka - Árborg

                             Smellid á myndina fyrir frekari upplýsingar

  Arkiv

  Länkar


  Icelandic surf

  Veðurgögn Eyrarbakki

  5 daga yfirlit