Brim á Bakkanum

brimið þvær hin skreypu sker

22.05.2016 21:19

Staldrað við á Austurbakkanum 2

Betra er lítið heimili en ekki neitt, segir í Hávamálum, en það er einmitt einkennandi fyrir Litlu-Háeyrarhverfi, Suðurgötu og nágreni. Fyrir aldamótin 1900 voru þarna nokkrir torfbæir sem í bjó efnalítið fólk, en skömmu eftir aldamótin risu þessi litlu hús, sem í dag gætu flokkast undir "Mínimalisma" og eru þessi elst: Akur, Akbraut, Blómsturvellir, Deild, Frambæjarhús, Eyri, Helgafell, Tjörn og Þorvaldseyri það stærsta, sem byggt var í hverfinu á fyrsta áratug 20. aldar. Sennilega eru mörg þessara húsa byggð á grunni torfbæja eða þurrabúða.

 

Litla-Háeyri heita öll þessi hús, en það fremsta þeirra og elsta er þá var uppistandandi bjó síðast Guðlaugur Eggertsson, en húsið var rifið eftir hans dag. Torfbæjarhverfi mun hafa staðið þarna fyrum.Á Akri bjó lengst af Árni Helgason formaður og frækin sjósóknari, ásamt konu sinni Kristínu Halldórsdóttur og áttu þau 7 börn. Áður bjó á Akri, er þá var lítill torfbær, Sigurður Jónsson formaður á Eyrarbakka og í Þorlákshöfn. Sonur hans Jón var skipstjóri á  Hilmi RE 240.

 

Í Akbraut  bjó Þorbjörn Hjartarson og Elín Pálsdóttir frá Nyjabæ ásamt 7 börnum. Þar var fyrir lítill torfbær, en húsið byggði Þorbjörn á grunni gamla torfbæjarinns.

 

Á Blómsturvöllum bjó Jóhann Pétur Hannesson sjómaður, er þetta hús byggði ásamt konu sinni Elínu Vigfúsdóttur. Jóhann Pétur fórst í innsiglingunni á Eyrarbakka árið 1920 og flutti fjölskylda hans þá til Eyja.  -Þeir Jóhann Pétur, Oddur Snorrason í Sölkutóft og Jóhann Bjarnason voru að koma á smábát framan úr vélbát, er þeir höfðu róið á til fiskjar út í Hafnarsjó, en lagt á legunni hér í höfninni og tekið aflann í smábátinn. Fylti bátinn í lendingunni rétt við fjöruborð, og soguðust þeir Jóhann og Oddur út og drukknuðu, en Jói Bjarna náði að synda í land.- Seinna áttu heimili á Blómsturvöllum Kristín Vilhjálmsdóttir og Þorbjörn Guðmundsson frá Einkofa. Kristín var móðir Steins í Vatnagarði Einarssonar. Síðar bjó þar Runólfur Guðmundsson úr Borgarfirði Eystra og Guðlaug Eiríksdóttir, ættmóðir margra Eyrbekkinga.

 

Í Deild bjuggu Sigurður Daníelsson gullsmiður og Ágústa Ebenezerdóttir gullsmiðs Guðmundssonar ásamt þrem dætrum. Sigurður var hálfbróðir Ágústínusar Daníelssonar í Steinskoti.

Helgafell byggði Helgi Jónsson verslunarmaður. Jóhann V Daníelsson kaupmaður og kona hans Sigríður Grímsdóttir keyptu það síðan og hélst húsið þaðan í ættinni.

Frambæjarhús er elsta húsið  í hverfinu, upprunanlega frá 1895, en eldra hús er þar stóð var rifið. Eftir 1900 bjó þar Vigfús Halldórsson  frá Simbakoti. Síðan Guðlaugur Eggertsson (Laugi Eggerts) formaður slysavarnardeildarinnar Bjargar. Gestur Sigfússon (Gestur í Frambæ) og Helga Jónsdóttir frá Stokkseyri. Dóttir hennar 17 ára, Kristín Sigurjónsdóttir lést í bílslysi á Eyrarbakka 1941.

 

Eyri byggði Sigurður Gíslason, en síðan bjó þar Guðfinnur Þórarinsson formaður og Rannveig kona hans. Guðfinnur fórst með vélbát sínum og allri áhöfn 1927   en húsið hefur haldist í ætt þeirra.

 

Á Tjörn bjuggu um hríð Bjarni Eggertsson búfræðingur og kona hans Hólmfríður Jónsdóttir, en síðan dóttir þeirra, Aðalheiður Bjarnadóttir og Anton Halldór Valgeirsson. Um tíma bjó í þessu húsi Guðmundur Daníelsson rithöfundur og skólastjóri ásamt konu sinni Sigríði Arinbjarnadóttur.

Á Þorvaldseyri bjuggu Ólafur E Bjarnason vegaverkstjóri og Jenný Jensdóttir. Þau áttu 12 börn og þótti það jafnvel í meiralagi á þessum árum. 

 

Flettingar í dag: 429
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 492
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 2277192
Samtals gestir: 242142
Tölur uppfærðar: 18.7.2018 12:09:53

Veðrið á Bakkanum í dag

Tilkynningar

Brimið á Bakkanum er líka á feacebook

Valið efni af þessari síðu er einig að finna á http://eyrarbakkinews.blogspot.is/  
eða notið google leitarvél til að finna heimildir af síðunni- Dæmi: Brim á Bakkanum Jón Jónsson,
       

Brimið á Bakkanum

Farsími:

8621944

Staðsetning:

Eyrarbakki

Veðurhnöttur IR

IR veðurhnöttur/smellið til að stækka

Eyrarbakkavegur: Umferð


<60 60-70 70-80 80-100 100-110 110-120 >120

km/hour-km/klst

Öldufar

Öldukort fyrir N Atlantshaf

Ís og snjór

Ís og Snjór frá NOOA

Vefmyndavélar

http://www.vegagerdin.is/
 

Ráðhús-Árborgar við Austurveg

Sjávarföll Eyrarbakka - Árborg

Smellið á myndina til að 

fá sjávarhæð í rauntíma.

Eldra efni

Tenglar

Stormglugginn

Meteoalarm click here


Meteoalarm.