29.01.2009 17:00

Púðursnjór og frostþoka

Fallegur púðursnjór yfir öllu.
Það hefur kingt niður snjó síðustu daga og vetrarlegt um að lítast. Fyrir stuttu var vor í lofti en nú hefur vetur konungur vaknað aftur af værum blundi. Í morgun var púðursnjór yfir öllu og frostþoka.
Veðurspáin hljóðar upp á hæga vestlæga eða breytilega átt, skýjað með köflum og stöku él. Norðaustan 3-8 og léttir heldur til á morgun. Frost 0 til 5 stig. Áfram kalt.
Snjór í matinn
Snjór í matinn.
Frost
Snjórinn á rafstöðvarhjólinu myndar stjörnu.
Brimið á Bakkanum og snjórinn
Stráin standa stjörf í snjóklæðum gengt briminu á Bakkanum.

Flettingar í dag: 2589
Gestir í dag: 209
Flettingar í gær: 489
Gestir í gær: 178
Samtals flettingar: 266916
Samtals gestir: 34346
Tölur uppfærðar: 24.11.2024 22:29:54