12.07.2021 22:44

Á sjó 1960


Þrír bátar gerðu út frá Eyrarbakka árið 1960. Það voru "Kristján Guðmundsson ÁR 15"  sem var aflahæstur þessa vertíð. Jóhann Þorkelsson ÁR 24 og Öðlingur Ár 10.
Nýtt salthús var tekið í notkun þetta ár.

Kristján var smíðaður í Svíþjóð 1956 53 tonna fiskibátur í eigu útgerðafélagsins Ásþór hf Eyrarbakka.  Báturinn hét áður Faxi GK 90 en kom upphaflega til Vestmannaeyja og hét þá Unnur VE 80.
Báturinn slitnaði upp 1964  og hafnaði í fjörunni lítið skemmdur. Bátnum var smokrað upp á vagna. Björgun hf. tók að sér verkið. Báturinn var dæmdur ónýtur sökum þurrafúa 1973 og brenndur.

Jóhann var í eigu Fiskivers hf. þeirra bræðra Jóhanns og Bjarna Jóhannssonar. Þeir áttu nokkra báta sem báru þetta nafn á sínum útgerðarferli. Síðasti bátur þeirra með þessu nafni strandaði á Eyrarbakka 1981 en hann var 56 tonna eikarbátur smíðaður 1975 og var dæmdur ónýtur á staðnum. (Mynd hér að ofan) Jafnframt áttu þeir Álaborg Ár 25  hið fyrra keypt 1970 og hið síðara lagalegur Íslanssmíðaður 138 tn. stálbátur sem þeir gerðu út frá 1996 - 2007 er hún var seld til Vestmannaeyja.

Öðlingur síðari var keyptur 1962 og var sænsk smíðaður 51 tonna eikarbátur frá 1946. Báturinn var í eigu Vigfúsar Jónssonar og Sverris Bjarnfinnssonar.  Árið 1964 kviknaði í honum í slippnum og var dæmdur ónýtur. 
Flettingar í dag: 273
Gestir í dag: 186
Flettingar í gær: 85
Gestir í gær: 52
Samtals flettingar: 2843285
Samtals gestir: 346830
Tölur uppfærðar: 20.9.2021 09:07:45