07.06.2015 22:39

Sjómannadagurinn

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur á Bakkanum sem víðar í sjávarbyggðum. Dagskráin hófst með dorgveiði við bryggjuna, Þá kom þyrla Gæslunnar í heimsókn. Sjómannamessa var í kirkjunni og sjómannadagskaffi var í boði á Stað. Þar voru einnig vígð brimflöggin sem nýlega voru sett upp við Sjógarðshliðið og ný tæki björgunarsveitarinnar hlutu einig vígsluathöfn á svæðinu. Þá var siglt um höfnina á hraðbátum björgunarsveitarinnar og er myndin hér að ofan tekin af nýjasta hraðbátnum þjóta með sjómenn framtíðarinnar um sundin blá.
Flettingar í dag: 608
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 593
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 502624
Samtals gestir: 48599
Tölur uppfærðar: 6.7.2025 22:45:03