Brim á Bakkanum

brimið þvær hin skreypu sker

20.02.2011 01:23

Att kappi við tímann

Einhverju sinni sem oftar lá Segskipið "Elbo Frederica" á höfninni á Eyrarbakka og beið þess að skipað væri út í það saltfisk sem lá þar tilbúinn til útskipunar, en brim og sjávargangur hafði hamlað því um daga að fiskurinn kæmist um borð í Elbo. Morgunn einn þegar menn komu til vinnu sinnar í bráðabítið, var Lefolii gamli þar fyrir og ræddi við verkstjórann, sem lét að því búnu það boð út ganga að svo væri um samið við verslunina, að farmurinn seldist mun hærra verði ef skipið væri fullfermt í síðasta lagi þennan dag og ef það kæmist út af höfninni egi síðar en næsta dag. Ef  þetta gengi ekki eftir myndu vátryggingargjöldin hækka til mikilla muna.

Lefolii gamli bað því alla að gera sitt svo að þetta mætti verða og hét hverjum manni 2 króna kauphækkun daginn þann, auk 10 króna verðhækkun á hvert skipspund fiskjar er þá væri komið í hús, hvort sem rúmaðist í skipi eða ekki. Það sem Lefolii gamli sagði gátu menn gengið að sem vísu, því sjaldan brá það við að hann efndi ekki gefin loforð. Komst þá hver fiskuggi um borð fyrir kl. 10 um kvöldið og skjöl öll og pappírar undirritaðir skömmu fyrir miðnætti. Elbo komst svo út fullhlaðið á morgunflóðinu þrátt fyrir nokkuð ókyrran sjó og kaupmaðurinn stóð við sitt.

Heimild. Austantórur 2

Flettingar í dag: 319
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 492
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 2277082
Samtals gestir: 242141
Tölur uppfærðar: 18.7.2018 10:15:19

Veðrið á Bakkanum í dag

Tilkynningar

Brimið á Bakkanum er líka á feacebook

Valið efni af þessari síðu er einig að finna á http://eyrarbakkinews.blogspot.is/  
eða notið google leitarvél til að finna heimildir af síðunni- Dæmi: Brim á Bakkanum Jón Jónsson,
       

Brimið á Bakkanum

Farsími:

8621944

Staðsetning:

Eyrarbakki

Veðurhnöttur IR

IR veðurhnöttur/smellið til að stækka

Eyrarbakkavegur: Umferð


<60 60-70 70-80 80-100 100-110 110-120 >120

km/hour-km/klst

Öldufar

Öldukort fyrir N Atlantshaf

Ís og snjór

Ís og Snjór frá NOOA

Vefmyndavélar

http://www.vegagerdin.is/
 

Ráðhús-Árborgar við Austurveg

Sjávarföll Eyrarbakka - Árborg

Smellið á myndina til að 

fá sjávarhæð í rauntíma.

Eldra efni

Tenglar

Stormglugginn

Meteoalarm click here


Meteoalarm.