Brim á Bakkanum

brimið þvær hin skreypu sker

15.02.2011 00:53

Briggskipið "Anna"

Einarshöfn (Saga Eyrarbakka)Eitt hinna mörgu Bakkaskipa hét "Anna" og var í siglingum snemma á 19. öld. Skipstjóri þess hét Niels Mogensen. Það lagði af stað í sína síðustu ferð frá Kaupmannahöfn laugardaginn 22. apríl 1826. Skipið fékk landsýn eftir 26 daga í hafi, eða 18. maí. Skipið kemst svo inn á höfnina á Eyrarbakka 27. maí og lóðsinn tekur við stjórn þess og hafnar skipið. Daginn eftir er það fært til á höfninni og strengt með fjórum 10" aðaltogum milli út og landskerja.(Á skerjunum sinn hvoru megin lóns voru járnfestur sem Brandur gamli Magnússon smiður í Roðgúl hafði smíðað). Hinn 8. júní gerði hvassa sunnanátt og brim, en skipverjar höfðu þá farið í land um fjöruna, en 10 menn fóru aftur í skipið til að treysta festar fyrir háflæðið. Í brimsúginum sem á eftir fylgdi barst skipið mikið á og sleit af sér festar allar og braut það á skerjunum, en farmur allur bjargaðist nema saltið.

 
Þetta vandamál með festubúnaðinn hafði orsakað mörg samskonar óhöpp í gegnum tíðina, eins og hér hefur áður komið fram, en klár skipstjóri einn, Christiansen á skútunni "Anne Luise" kom með lausnina. Lét hann smíða sérstakt akkeri sem kallaðist "Sving" (Sveifluakkeri með segulnagla) sem sett voru í hafnarmiðju með öflugum keðjum eftir botninum og út í skerfesturnar sem áður var getið. Þannig gátu skipin nú hagað sér eftir vindi og öldu og tekið við ágjöfinni áfallalaust. Eftir þetta fækkaði óhöppum í höfninni varanlega. En því miður átti það fyrir Cristiansen að liggja, að fá vota gröf á Eyrarbakka. 22. september 1883 var "Anne Luise" að flytja saltfarm til Þorlákshafnar í nokkuð úfnum sjó. Gekk hann um  með hendur í vösum, þegar hnútur kom á skipið og hrökk hann við það útbyrðis. Í fátinu sem á eftir kom, gætti enginn að stefnu skipsins og hafnaði það inn í Skötubót.


En aftur að Önnu. Farmur hennar kann að vera merkileg heimild um innfluttar vörur svo ég læt það fylgja með:

 

Salt                300tn

 

Tjara                   6tn

 

Valborð         362stk

 
 

Steinkol           90tn

 

Rúgmjöl     200,5 tn

 

Furuborð       240stk

 
 

Járn                    5sp

 

Brennivín         30tn

 

Plankar 5"     126stk

 
 

Tré (bolir)      84 stk

 

Brauð               21tn

 

Girði               15stk

 
 

Munntóbak(skro)8pk

 

Lítil tunna

 

Kaffi         8 stampar

 
 

Hvítsykur 1 stampur

 

Steinsykur 2 kassar

   
 Heimild:  Saga Eyrarbakka  Austantórur 2  

Flettingar í dag: 319
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 492
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 2277082
Samtals gestir: 242141
Tölur uppfærðar: 18.7.2018 10:15:19

Veðrið á Bakkanum í dag

Tilkynningar

Brimið á Bakkanum er líka á feacebook

Valið efni af þessari síðu er einig að finna á http://eyrarbakkinews.blogspot.is/  
eða notið google leitarvél til að finna heimildir af síðunni- Dæmi: Brim á Bakkanum Jón Jónsson,
       

Brimið á Bakkanum

Farsími:

8621944

Staðsetning:

Eyrarbakki

Veðurhnöttur IR

IR veðurhnöttur/smellið til að stækka

Eyrarbakkavegur: Umferð


<60 60-70 70-80 80-100 100-110 110-120 >120

km/hour-km/klst

Öldufar

Öldukort fyrir N Atlantshaf

Ís og snjór

Ís og Snjór frá NOOA

Vefmyndavélar

http://www.vegagerdin.is/
 

Ráðhús-Árborgar við Austurveg

Sjávarföll Eyrarbakka - Árborg

Smellið á myndina til að 

fá sjávarhæð í rauntíma.

Eldra efni

Tenglar

Stormglugginn

Meteoalarm click here


Meteoalarm.