Brim á Bakkanum

brimið þvær hin skreypu sker

09.02.2011 22:34

Póstjaktin

Gufubátar á Einarshöfn um aldamótin 1900Póstjaktin "Sílden" átti að hafa viðkomu á Eyrarbakka í utnaferð sinni haustið 1781 til að taka kaupmann með heim (Cristian Hartmann). Í áhöfn skútunnar voru sex menn og skipstjóri þar  með talinn. Þegar skipið var komið í námunda þann 17. september var róið að skipinu á slúppunni (lítið róðraskip með skútulagi, er gat borið eitt mastur og segl) til að lóðsa hana inn á höfnina og voru þar 10 Eyrbekkingar undir árum. Brast þá á mikið veður og sjór varð ófær, en Eyrbekkingarnir komust þó um borð í jaktina og héldu þar kyrru fyrir. Brátt hvarf skútan í særokið og urðu afdrif hennar ekki ljós fyrr en 19. september er skútan fannst sundur moluð á Hafnarskeiði, hafði hún þá farið þar upp um nóttina og enginn komist lífs af.  Sagt er að sömu nótt hafi kaupmaðurinn tekið hastalega flogaveiki sem dró hann til dauða eftir nýárið.

Heimild: Saga Eyrarbakka

Flettingar í dag: 319
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 492
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 2277082
Samtals gestir: 242141
Tölur uppfærðar: 18.7.2018 10:15:19

Veðrið á Bakkanum í dag

Tilkynningar

Brimið á Bakkanum er líka á feacebook

Valið efni af þessari síðu er einig að finna á http://eyrarbakkinews.blogspot.is/  
eða notið google leitarvél til að finna heimildir af síðunni- Dæmi: Brim á Bakkanum Jón Jónsson,
       

Brimið á Bakkanum

Farsími:

8621944

Staðsetning:

Eyrarbakki

Veðurhnöttur IR

IR veðurhnöttur/smellið til að stækka

Eyrarbakkavegur: Umferð


<60 60-70 70-80 80-100 100-110 110-120 >120

km/hour-km/klst

Öldufar

Öldukort fyrir N Atlantshaf

Ís og snjór

Ís og Snjór frá NOOA

Vefmyndavélar

http://www.vegagerdin.is/
 

Ráðhús-Árborgar við Austurveg

Sjávarföll Eyrarbakka - Árborg

Smellið á myndina til að 

fá sjávarhæð í rauntíma.

Eldra efni

Tenglar

Stormglugginn

Meteoalarm click here


Meteoalarm.