Brim á Bakkanum
brimið þvær hin skreypu sker


F U L L T T U N G L

Það er í dag!

ALMANAKIÐ

Á G Ú S T M Á N I N N


          
 

 
 Fullt tungl  3
ágúst
2020  
 Síðara kvartil 11 ágúst 2020
 Nýtt tungl
 Fyrsta kvartil
18
25
ágúst
ágúst
2020
2020  


17.11.2010 01:29

Veðurspár á skútuöld

Oft getur brimað með litlum fyrirvaraÁður en hin vísindalega veðurfræði kom til sögunnar urðu sjómenn og aðrir þeir sem áttu undirhögg að sækja hvað veðrið snertir með atvinnu sína, að treysta mest á sjálfa sig þegar dæma þurfti um veður. Útkoman varð sú að einstöku menn urðu það sem kallað var "sérstaklega veðurglöggir". Þeir höfðu betur vit á veðrinu en allur almenningur og spár þeirra rættust í mörgum tilfellum, enda þótt  þessir veðurglöggu menn hefðu ekki numið veðurfræði í skólum, en efalaust hefur  þeirra veðurvit byggst á margra ára nákvæmri eftirtekt á ýmsum veðurfarslegum einkennum á himninum svo sem skýjafars, lögun þeirra og litar, sem hefur svo sjálfsagt takmarkast af sjóndeildarhring þeirra eigin byggðarlags. Gott dæmi um veðurglögga menn er eftirfarandi saga:

Maður nokkur stundaði sjóróðra á Eyrarbakka og margir töldu hann veðurglöggan í meira lagi, en aðrir töldu veðurathuganir hans bera vott um sjóhræðslu. Eitt sinn í blíðskaparverðri og ládeyðu, þegar skip hans var að leggja frá landi, í fiskiróður, segir hann við þóftulagsmann sinn: "Hann er ljótur núna, mér líst ekki á hann og ráð væri okkur að snúa við aftur og fara hvergi, en láð yrði okkur það", bætti hann við. Þetta fór svo ekki fleirri á milli, þar eð hann þóttist vita að ekkert yrði tekið tillit til orða hans, vegna þess hve veðrið var gott og hefur ef til vill átt von á, að sér yrði brigslað um sjóhræðslu. Lóðin var síðan lögð í sjóinn eins og ætlunin var. En þegar nýfarið var að draga hana, fór að brima og veður að spillast. Jókst brimið svo ört að skera varð á lóðina hálfdregna og skilja hana eftir í sjónum, til þess að geta náð landi áður en öll brimsund yrðu alveg ófær.

Draumum var mikið haldið á lofti í veiðistöðvunum við ströndina og var oftast reynt að giska á þýðingu þeirra, með væntanlegt sjóveður og aflabrögð fyrir augum. Gekk það að vísu skrykkjótt hjá fjöldanum, en hver veit nema hinir veðurglöggu menn hafi verið öðrum mönnum slyngari í því að draga réttar ályktanir.

Heimild: Sjómannablaðið Víkingur 5.árg.1943 -Grímur Þorkellsson
Flettingar í dag: 411
Gestir í dag: 105
Flettingar í gær: 698
Gestir í gær: 175
Samtals flettingar: 2605406
Samtals gestir: 290943
Tölur uppfærðar: 3.8.2020 17:40:06


Sjólag og horfur

 

The surf season is over
 
 
 Eyrarbakki IcelandVeðrið á Bakkanum í dag

Tilkynningar

Brimið á Bakkanum er líka á Facebook 
@gamlirdagar
       

Brimið á Bakkanum

Farsími:

8621944

Staðsetning:

Eyrarbakki

Vefmyndavélar

http://www.vegagerdin.is/
 

Ráðhús-Árborgar við Austurveg

Sjávarföll Eyrarbakka - Árborg

                           Smellid á myndina fyrir frekari upplýsingar

Eldra efni

Tenglar


Icelandic surf

Veðurgögn Eyrarbakki

5 daga yfirlit