30.09.2010 23:01

Skipsvísur

Það var til siðs austur í Skaftafellsýslum og e.t.v. víðar að letra skipsvísu á bitafjalir róðraskipanna. Um 1880 reru þrjú skip frá Reynishöfn og var eitt þeirra "Farsæll" sem smíðað hafði Einar Jóhannsson og skar hann tvær vísur sem hann orti sjálfur:






Gylli "Farsæll" gæfan snjöll,

Þar gellur sjór og vindur hvell.

Stilli gæfan ókjör öll,

elli til ei fái spell.

Þeim, sem veiðimönnum ann,

unnar á meiði reiða,

heilög beiði ég hamingjan

heill fram reiði greiða.

Heimild: Sjómannabókin 1947

Flettingar í dag: 508
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 1884
Gestir í gær: 138
Samtals flettingar: 501931
Samtals gestir: 48583
Tölur uppfærðar: 5.7.2025 21:07:59