28.04.2008 22:36

Hrossagaukurinn kominn

Hrossagaukurinn er kominn með sitt sérkennilega hnegghljóð sem myndast þegar hann steypir sér skáhalt niður á við í loftinu. Til hans sást upp í Breiðumýri en þar er einmitt kjörlendi fyrir Hrossagauk.

Bakkakrían er enn ókomin. Fréttir hafi verið um komu kríunar austur á Hornafirði en kríurnar okkar koma venjulega milli 14 og 16 maí.

Flettingar í dag: 898
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 1568
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 509317
Samtals gestir: 48861
Tölur uppfærðar: 11.7.2025 08:25:45